- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Króatar brutu blað

Leikmenn króatíska landsliðsins fagna í leikslok í kvöld þegar sæti í undanúrslitum var í höfn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Króatía – Þýskaland 23:20 (12:12)

Mikilvægi leiksins var augljós strax við upphafsflaut en þýska liðið byrjaði betur og það tók Króatana fjórar mínútur að skora fyrsta markið. Þjóðverjar náðu fjórum sinnum tveggja marka forystu en þær króatísku jöfnuðu ávallt metin og þegar 11 mínútur voru eftir var allt í járnum 8-8. Við tóku svo 6 mínútur þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Spennan hélt svo áfram allt til loka hálfleiksins og staðan 12-12 í hálfleik.

Króatíska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin ásamt því að loka á allar sóknaraðgerðir Þjóðverja. Eftir 5 mínútur var staðan orðin 15-12. Markaþurrð Þjóðverja hélt áfram og þegar 17 mínútur voru liðinar af hálfleiknum höfðu þær aðeins skorað 2 mörk og Króatar komnir með 6 marka forystu 20-14.

Þýska liðið rankaði þó aðeins við sér í seinni hluta seinni hálfleiks og náðu að minnka muninn niður í 2 mörk 22-20 en því miður fyrir þær dugði þessi góði kafli þeim ekki og Króatar náðu að lokum að landa sigri 23-20. Tea Pijevic markvörður Króata fór hamförum í þessum leik. Hún varði 16 skot af þeim 32 sem hún fékk á sig sem gerir 50% markvörslu og hún var verðlaunuð sem besti leikmaður leiksins að honum loknum.


Sigurinn þýðir að Króatar tryggja sér sæti í undanúrslitum í fyrsta skipti í sögunni og það sem meira er þá tryggðu þær sér einnig sæti á HM á næsta ári en Króatar hafa ekki komist á HM í tíu ár. Þjóðverjar eru hins vegar úr leik þar sem Hollendingar unnu sinn leik fyrr í dag sem tryggði þeim þriðja sætið í þessum riðli og réttinn um að leika um 5. sætið.

Mörk Króatíu:  Ana Debelic 6, Camila Micijevic 4, Josipa Mamic 3, Valentina Blazevic 3, Katarina Jezic 2, Paula Posavec 1, Dora Krsnik 1, Stela Posavec 1, Dejana Milosavljevic 1, Larissa Kalaus 1.
Varin skot:  Tea Pijevic 16, Lucija Besen 1.
Mörk Þýskalands: Julia Maidhof 9, Ina Grossmann 3, Marlene Zapf 2, Emily Bölk 2, Alina Grijseels 1, Kim Naidzinavicius 1, Antje Lauenroth 1, Luisa Schulze 1.
Varin skot: Dinah Eckerle 4, Isabell Roch 3. 

Frakkar í undanúrslit

Frakkar tryggðu sér sæti í undanúrslitum EM með öruggum sigri á Svíum, 31:25, í næsta síðasta leik í milliriðli eitt fyrir stundum. Þegar úrslit leiks Dana og Rússa síðar í kvöld liggja fyrir kemur í ljós hvort Frakkar hreppa efsta eða næst efsta sæti riðilsins en þeir eiga titil að verja á mótinu. Jafnt var í hálfleik, 14:14. Eins og úrslitin bera sér þá tóku Frakkar völdin í leiknum í síðari hálfleik og mótstaða Svía var ekki mikil enda fátt í húfi hjá þeim.

Síðasti landsleikurinn

Leikurinn markaði endalokin á löngum og glæsilegum landsliðsferli sænsku handknattleikskonunnar Isabelle Gulldén. Hún hættir nú eftir að hafa tekið þátt í 15 stórmótum með landsliðinu, leikið 224 landsleiki og skorað 840 mörk.
Mörk Frakka: Estelle Nxe Minko 6, Alexandra Lacrabere 5, Pauletta Foppa 4, Aissatou Kouyate 4, Pauline Coatanea 4, Meline Coatanea 2, Kalidiatou Niakate 2, Chloe Valentini 1, Siraba Dembele 1, Oceane Sercien 1, Orlane Kanor 1.
Varin skot: Cleopatre Darleux 10.
Mörk Svía: Isabelle Gulldén 5, Emma Lindqvist 4, Jamina Roberts 4, Nathalie Hagman 3, Kristín Þorleifsdóttir 3, Carin Strömberg 2, Linn Blohn 2, Nina Dano 1, Anna Lagerquist 1.
Varin skot: Jessica Ryde 6, Filippa Idehn 6.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -