- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Reynslan og ákafinn mætast

Króatíska landsliðið fagnar á EM fyrir ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Í dag verður boðið uppá baráttu á milli reynslunnar og ákafans þegar að taplausu liðin Noregur og Króatía eigast við á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Ljóst er að prófin gerast ekki mikið stærri fyrir króatíska liðið sem vakið hefur verðskulda athygli á mótinu fyrir leikgleði og mikla stemningu inná vellinum. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í undanúrslitum. Það yrði svo sannarlega saga til næsta bæjar ef Króötum tækist það í dag. 

Í fyrri leik dagsins eigast við Ungverjaland og Þýskaland í leik þar sem bæði lið þurfa á sigri að halda til að halda í vonina um einhvern möguleika á að spila um sæti á mótinu.

Ungverjaland – Þýskaland | kl 15.00 | Beint á RÚV
Dómarar:
Karina Christiansen / Line Hesseldal Hansen (Danmörku)

 • Ef Ungverjum tekst að sigra í þessum leik þá verður það 50. sigurleikur þeirra á EM. Aðeins Noregur og Danmörk hafa náð þessu takmarki.
 • Emily Bölk vinstri skytta og Julía Behnke línumaður þýska liðsins spila báðar með ungverska liðinu FTC en þjálfari liðsins er Gabor Elek, annar af þjálfurum ungverska landsliðsins.
 • Þjóðverjar skoruðu minnst allra liða í riðlakeppninni, 67 mörk í þremur leikjum. Ungverjar voru hins vegar með þriðja árangursríkasta sóknarleikinn en þeir skoruðu 84 mörk.
 • Þjóðirnar hafa mæst átta sinnum á EM þar sem Ungverjum hefur tekist að vinna sjö sinnum. Tveir síðustu leikir þjóðanna hefur lokið með eins marks mun.
 • Bæði lið hafa ennþá tölfræðilega möguleika á að ná sæti í undanúrslitum þó litlir séu. Þau þurfa að vinna alla þá leiki sem eftir eru sem og treysta á að úrslit annarra leikja verði þeim hagstæð.
 • Ungverjar hafa ákveðið að gera breytingu á leikmannahópnum fyrir þennan leik. Leikstjórnandinn Eszter Tóth kemur inn í stað Ritu Lakatos.

Króatía – Noregur | kl 17.15 | Beint á RÚV2
Dómarar:
Charlotte Bonaventura / Julie Bonaventura (Frakklandi)

 • Þessi lið eru tvö af þeim fjórum sem hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á þessu móti. Hin tvö liðin sem náðu þeim árangri eru Rússland og Frakkland sem gerðu einmitt jafntefli í gær. Rússland og Frakkland hafa leikið einum leik fleira. Jafntefli þeirra í gær var fimmta viðureignin á mótinu hjá hvoru fyrir sig.
 • Nora Mörk hægri skytta norska liðsins er markahæsti leikmaðurinn á mótinu til þessa með 30 mörk. Mörk vantar aðeins þrjú mörk til þess að rjúfa 150 marka múrinn á EM. Þeim áfanga hafa aðeins tíu leikmenn náð til þessa.
 • Norska liðið hefur skorað langflest mörk á mótinu, 137, í fjórum leikjum, 36 mörkum fleiri en Króatar.
 • Norski markvörðurinn Katrine Lunde verður þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í sögu EM eftir þennan leik . Hún tekur þátt í sínum 49.leik. Þar með fer hún framúr landa sínum Linn Kristin Riegelhuth-Koren.
 • Þórir Hergeirsson hefur ákveðið að kalla markvörðinn Silje Solberg inní hópinn en hún hefur verið að glíma við veikindi vegna Covid-19. Rikke Granlund þarf því að taka sér sæti í áhorfendastúkunni.
 • Norðmenn og Króatar hafa aðeins mæst tvisvar sinnum áður á EM. Króatar unnu annan leikinn 16-15 á EM 1994 en Norðmenn hinn, 34-16 á EM 2016.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -