- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM18: Þriðji sigurinn hjá piltunum í Podgorica

U18 ára landsliðið eftir sigurinn á Svartfellingum í dag. Liðið vann sinn riðil og er komið í átta liða úrslit á EM. Mynd/MKJ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, heldur sigurgöngu sinni áfram á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi. Í dag lögðu þeir svartfellska landsliðið með þriggja marka mun, 25:22, í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni mótsins eftir að hafa verið yfir í leiknum í 45 mínútur, þar á meðal 13:11 þegar fyrri hálfleikur var að baki.

Piltarnir unnu allar viðureignir sínar í riðlakeppninni og halda áfram keppni í átta liða úrslitum á mánudaginn. Í átta liða úrslitum verður leikið í tveimur fjögurra liða riðlum. Víst er að íslenska liðið verður í riðli með Spáni og Svíþjóða en hvert fjórða liðið verður liggur ekki fyrir fyrr en öll kurl verða komin til grafar í A, B og C-riðlum í kvöld. Í átta liða úrslitum byrja hvert lið án stiga.

EM18: Fyrsti leikur við Svía á mánudag, mæta einnig Spáni og Noregi

Sennilega var leikurinn við Svartfellinga í dag sísta frammistað íslensku piltanna til þessa. Þeir voru undir framan af en tókst að snúa taflinu sér í vil eftir um stundarfjórðung. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og komust yfir, 8:6. Það sem eftir var leiks var íslenska liðið með yfirhöndina. Svartfellingar voru ekki langt undan. Þeir jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks, 14:14, og minnkuðu muninn í eitt mark þegar skammt var til leiksloka, 22:21.

Lokakaflinn var íslensku piltanna. Álaginu var talsvert dreift á milli leikmanna að þessu sinni.

Svartfellingar ráku lestina í riðlinum og leika um sæti 17 til 24. Færeyingar náðu öðru sæti riðilsins með átta marka sigri á Ítölum, 34:26. Færeysku piltarnir verða í hópi þeirra sem bítast um sæti níu til sextán.

Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 7, Magnús Dagur Jónatansson 4, Jens Bragi Bergþórsson 4, Daníel Montoro 3, Harri Halldórsson 2, Bernard Kristján Owusu Darkoh 2, Garðar Ingi Sindrason 2, Dagur Árni Heimisson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 15/2, 43%.

EMU18 karla: Leikir, úrslit og staðan, riðlakeppni

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir meðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -