- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Beðið eftir að Svíar brjótist í undanúrslit

Isabelle Gullden t.v. gengur til liðs við Lugi í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórir dagar eru þar til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru, tvö á dag, til 3. desember. Nú er röðin komin að landsliði Svíþjóðar. Tengil inn á fyrri kynningar er m.a. að finna neðst í þessari grein.


Svíþjóð tekur þátt í EM kvenna í tíunda sínn í röð og þær vonast til að ná inní undanúrslitin en þær hafa tvívegis náð svo langt á þessum tíu mótum. Liðið  mætir til leiks með nýjan þjálfara í brúnni en Tomas Axner tók við liðinu eftir HM í Japan en það er nokkuð um forföll í leikmannahópnum að þessu sinni. Þær Mikaela Massing, Johanna Bundsen, Sabina Jacobsen og Hanna Blomstrand geta ekki leikið með liðinu á mótinu.

Nýr þjálfari á EM
Tomas Axner tók við liðinu í 
mars á þessu ári. Axner 
sem er fyrrverandi leikmaður, og 
þekkir því íþróttina vel,
vonast til þess að halda áfram 
að byggja ofan á það góða 
starf sem forveri hans, 
Henrik Signell skildi eftir sig.  
Axner valdi 19 leikmenn til 
þess að taka þátt í EM að 
þessu sinni. Athygli vekur 
að í þessum 19 manna hópi 
eru fimm nýliðar. Auk 
þess hefur hann lýst því 
yfir að varnarleikur og 
hraðarupphlaup munu vera 
það sem hann leggur 
mestu áherslu á.

Ná Svíar lengra en í milliriðil?

Svíar eru í B-riðli ásamt Spánverjum, Rússum og Tékkum og því er ljóst að verkefnið sem bíður er ærið. Þær þekkja þó vel hvernig það er að spila gegn þessum þjóðum þar sem þær spiluðu bæði gegn Rússum og Spánverjum á heimsmeistaramótinu í Japan á síðasta ári þar sem þær töpuðu fyrir Rússum en gerðu jafntefli við Spán. Það er hins vegar lengra síðan að Svíar spiluðu gegn Tékkum en þjóðirnar mættust síðast á heimsmeistaramótinu árið 2017 þar sem Svíar fóru með sigur af hólmi 36-32. 

Fyrri árangur
Evrópumeistaramót
7. sæti 1994
2. sæti 2010
3. sæti 2014
Heimsmeistaramót
6. sæti 1993
9. sæti 2017
7. sæti 2019
Ólympíuleikar
8. sæti 2008
11. sæti 2012
7. sæti 2016
 
 

Það er því útlit fyrir það að Svíþjóð komist áfram í milliriðlakeppnina en stóra spurningin er hvort að þær nái að taka með sér stig úr riðlakeppninni til þess að eiga betri möguleika á að ná í undanúrslitin. Til þess þurfa þær að ná að leggja í það minnsta annað hvort Rússa eða Spánverja að velli.

Blohm og Lagerquist með meiri gæði

Á undanförnum árum hefur mesta athyglin verið á leikmönnum eins og Isabellu Gullden og Nathalie Hagman en nú gætu fleiri leikmenn vakið athygli. Á HM 2019 var línumaðurinn Linn Blohm valin í úrvalslið mótsins eftir að hafa skorað 41 mark í mótinu en hún klikkaði aðeins á 8 skotum í öllu mótinu og var því með bestu skotnýtinguna á mótinu.

Anna Lagerquist sem einnig spilar stöðu línumanns hefur líka verið að spila vel með félagsliði sínu, Rostov-Don í vetur en sú staðreynd að báðir línumennirnir eru í góðu standi þessa dagana gefur liði Svía fleiri vopn. Fyrir eins góðan leikstjórnanda og Isabelle Gullden er það gullsígildi að hafa öfluga línumenn en Gullden hefur virkilega gott auga fyrir línuspili.

Leikir Svíþjóðar í B-riðli:
3.12.Svíþjóð-Tékkland 19.30
5.12.Spánn-Svíþjóð 19.30
7.12.Rússland-Svíþjóð 19.30
RÚV sýnir flesta leiki EM

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: Pólland, Króatía, Tékkland, Slóvenía, Svartfjallaland, Spánn, Þýskaland, Serbía.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -