Evrópumeisturum Frakka tókst að merja fram sigur gegn Svartfellingum, 24:23, í upphafsleik A-riðils eftir að hafa verið undir í leiknum fyrstu 50 mínúturnar og það mikið undir á kafla í fyrri hálfleik. Svartfellingar voru aðeins marki yfir í hálfleik, 12:11, og voru ólánsamir að fá ekkert út úr leiknum.
Leikur Ungverjalands og Króatíu var eini leikur dagsins í C-riðli þar sem að leik Hollendinga og Serba var frestað til morguns í það minnsta. Fyrirfram var talað um að þessi leikur yrði gríðarlega mikilvægur fyrir liðin þar sem þau væru talin líkleg til þess að fylgja Hollendingum uppí milliriðla og þá spurning hvor þjóðin myndi taka stig með sér þangað. Krótatar stimpluðu sig inn í þá baráttu með tveggja marka sigri, 24:22.
Svartfellingar byrjuðu leikinn gegn Frökkum af miklum krafti og áttu hreinlega fyrstu 20 mínúturnar þótt Frakkar hafi náð að halda í við þá á allra fyrstu mínútum leiksins. Svartfellingar skoruðu sex mörk gegn engu og voru með fimm marka forskot, 9:4, eftir 20 mínútna leik. Á þessum 20 mínútna kafla var vörn Svartfellinga frábær gegn fremur stöðum leikmönnum Frakka. Sóknarleikurinn gekk vel.
Frakkar breyttu yfir í framliggjandi fimm plús einn vörn og náðu að slá vopnin úr höndum Svartfellinga. Eins lifnaði yfir sóknarleik Frakka á síðustu tíu mínútum hálfleiksins. Hraðinn jókst. Betur tókst að teygja á vörn Svartfellinga með þeim afleiðngum að franska liðið fékk hverja opnunina á fætur annarri. Svartfellingar fór að tínast af leikvelli með brottvísanir. Þegar mínúta var til hálfleiks var staðan orðin jöfn, 11:11. Jelena Despotovic sá til þess að svartfellska liði fór með eins marks forskot inn í hálfleikinn, 12:11.
Franskur lokakafli
Svartfellingar voru með frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik og eins til tveggja marka forskot. Frakkar jöfnuðu enn einu sinni í 20:20, þegar tíu mínútur voru til leiksloka eftir að hafa náð að skora tvö mörk í röð.
Frakkar komust í fyrsta sinn yfir í leiknum, 21:20, þegar átta mínútur og 20 sekúndur voru til leiksloka. Jovanka Radicevic brást bogalistin í vítakasti í framhaldinu en Grace Zaadi kom Frökkum tveimur mörkum yfir úr vítakasti, 22:20. Eftir að Frakkar komust yfir þá þá létu þeir forskotið aldrei af hendi þótt Svartfellingar hafi reynt hvað þeir gátu á síðustu tveimur mínútum leiksins.
Engin markvarsla
Svartfellingar voru í mestu vandræðum gegn 5 plús einn vörn Frakka. Það varð liðinu að falli þegar mest á reið. Einnig var markvarslan engin. Þrír markverðir liðsins gerði fátt annað en að hirða boltann úr markinu eða að koma honum í leik eftir að skot Frakka geiguðu.
Pijevic betri en engin
Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik í viðureign Króata og Ungverja þar sem liðin skiptust á að vera með forystu en þegar flautað var til hálfleiks var staðan jöfn 12-12.
Það var svo haldið áfram að búa til sömu spennuna í upphafi seinni hálfleiks þar sem það var jafnt á nánast öllum tölum. En þó voru nokkur hættu merki í leik Ungverja í seinni hálfleiknum og það nýtt Króatar sér en um miðjan seinni hálfleikinn var staðan 19-19 en þá kom góður kafli hjá króatíska liðinu og þær breyttu stöðunni úr 19-19 í 23-19 sér í vil og munaði mestu um framgöngu Teu Pijevic markvarðar Króata en hún varði hvert skotið á fætur öðru frá þeim ungversku og í raun skoraði ungverska liðið bara fjögur mörk á 24 mínútum í seinni hálfleik.
Þessa forystu Króata náði ungverska liðið ekki að brúa og fór svo að lokum að þær króatísku fóru með sigur af hólmi 24-22 og eru þar með komnar með 2 stig og þessi sigur gæti orðið þeim dýrmætur þegar líður á mótið. Þessi sigur Króata verður að teljast nokkuð óvæntur sérstaklega í ljósi þess að liðið hafði fram til þessa ekki unnið leik á tveimur Evrópumeistaramótum í röð.
Frakkland – Svartfjallaland, 24:23 (11:12)
Mörk Frakklands: Laura Flippes 3, Kalidiatou Niakate 3, Aissatou Kouyate 3, Chloe Valentini 3, Grace Zaadi 2, Beatrice Edwige 2, Alexandra Lacrabere 2, Oceane Ugolin 2, Meline Nocandy 1, Pauline Coatanea 1, Siraba Pavlovic 1, Estelle Minko 1
Varin skot: Cleopatre Darleux 6, Amandine Leynaud 5.
Mörk Svartfellinga: Majda Mehmedovic 5, Jovanka Radicevic 5, Durdina Jaukovic 3, Ema Ramusovic 3, Jelena Despotovic 3, Itana Grbic 2, Dijana Mugosa 1, Bobana Klikovac 1.
Varin skot: Marta Batinovic 3.
Ungverjaland – Króatía 22:24 (12-12)
Mörk Ungverjalands: Katrin Klujber 9, Sandra Szollosi-Zacsik 2, Nadine Schatzl 2, Greta Marton 2, Viktoria Lukacs 2, Zsuzsanna Tomori 2, Petra Tovizi 1, Aniko Kovacsics 1, Noemi Hafra 1.
Varin skot: Melinda Szikora 5, Blanka Bíro 3.
Mörk Króatíu: Camila Micijevic 4, Katarina Jezic 3, Ana Debelic 3, Valentina Blazevic 3, Dora Krsnik 2, Stela Posavec 2, Larissa Kalaus 2, Marijeta Vidak 2, Paula Posavec 1, Tena Japundza 1, Josipa Mamic 1.
Varin skot: Tea Pijevic 10.