- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Norðmenn hafa aðeins eitt markmið

Nora Mörk flytur til Esbjerg á næsta sumri. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórir dagar eru þar til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru, tvö á dag, til 3. desember. Nú er röðin komin að landsliði Noregs. Tengil inn á fyrri kynningar er m.a. að finna neðst í þessari grein.


Norskur kvennahandbolti er í óvenjulegri stöðu um þessar mundir en frá 2016 hefur landsliðinu ekki tekist að lyfta titlunum eftirsótta eftir að hafa nánast einokað hann árin á undan. Á EM 2018 töpuðu þær í undanúrslitum og var það í fyrsta skipti síðan árið 2000 sem að Noregur tapaði undanúrslitaleik. Stefna Norðmanna var að komast aftur á verðlaunapall á heimavelli og að verða fyrstu getsgjafarnir sem myndu vinna mótið frá því að Danir gerðu slíkt árið 2002. Heimsfaraldurinn kom í veg fyrir þær áætlanir því eins og allir vita þá gáfu Norðmenn mótið frá sér vegna strangra sóttvarnareglna í Noregi. Liðið hefur þó ekkert breytt áætlunum sínum og stefna ótrauðar á að vinna áttunda Evrópumeistaratitil sinn.

Athyglin beinist að Mörk
Nora Mörk snýr nú aftur í 
norska liðið eftir að hafa 
verið á glíma við erfið meiðsl 
í tvö ár. Þessi frábæra 
handknattleikskona hefur 
verið að spila virkilega vel með 
liði sínu Vipers í Meistaradeildinni 
í haust og vetur. Hún er því
óðum að ná fyrri styrk.  Engu 
að síður mun hún örugglega koma 
til með að vera í lykilhlutverki hjá 
norska liðinu við að ná markmiði 
sínu, þ.e. að endurheimta titilinn.

Óvissa með markverðina

Eitt af aðalsmerkjum norska liðsins á undanförnum árum hefur verið markvarslan þar sem markmenn á borð við Cecilie Leganger, Heidi Tjugum, Katrine Lunde, Kari Grimsbö og Silje Solberg hafa staðið á milli stanganna. Nú er staðan önnur hjá Þóri Hergeirssyni þjálfara liðsins. Hann hafði ákveðið að þær Lunde og Solberg myndu standa vaktina á þessu móti eftir að Grimsbo tilkynnti að hún væri hætt í handbolta. Hinsvegar breyttust þær áætlanir þar sem að Katrine Lunde var barnshafandi og Silje Solberg greindist með Covid-19.

Um liðna helgi greindi Lunde þeim sorglegu tíðindum að hún hafi misst fóstrið og vilji vera með norska liðinu á EM. Hún kemur til móts við liðið fyrir vikulokin. Óvíst er hinsvegar hversu stórt hlutverk hennar verður innanvallar þótt óumdeilt sé að það verði stórt utanvallar.

Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst með þátttöku Solberg sem reyndist enn vera jákvæð við skimun um helgina. Hún fer ekki til Danmerkur til móts við hópinn fyrr en fullvíst verður að hún smitar ekki lengur. Þegar að því kemur á eftir að skýrast hvernig líkamlegt form verður eftir a.m.k. þriggja vikna fjarveru frá æfingum og keppni.

Fyrri árangur:
Evrópumeistaramót
1. sæti 1998,2004,2006,
2008,2010,2014,2016.
2. sæti 1996,2002,2012.
3. sæti 1994.
Heimsmeistaramót
1. sæti 1999,2011,2015.
2. sæti 1997,2001,2007,
2017.
3. sæti 1986,1993,2009.
Ólympíuleikar
1. sæti 2008,2012.
2. sæti 1988,1992.
3. sæti 2000,2016.

Lítt reyndar á stóra sviðinu

Þórir verður að treysta mikið á Emily Stang Sando og Rikke Granlund en báðar eru þær eru reynslulitlar á sviði stórmóta. Sando, sem er 31 árs og spilar með þýska liðinu Bietigheim, hefur ekki fengið mörg tækifæri með landsliðinu sökum harðrar samkeppni. Hún hefur leikið 26 landsleiki en var þó í leikmannahópnum á EM 2014 þar sem hún varði tvö vítaköst á ögurstundu í úrslitaleiknum gegn Spáni.

Rikke Granlund, sem leikur með danska liðinu Esbjerg, mun hins vegar þreyta frumraun sína á stórmóti. Hún hefur ekki leikið landsleik til þessa.

Leikir Noregs í D-riðli:
3.12.Noregur-Pólland 19.30
5.12.Þýskaland-Noregur 17.15
7.12.Rúmenía-Noregur 19.30
RÚV sýnir flesta leiki EM

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: Pólland, Króatía, Tékkland, Slóvenía, Svartfjallaland, Spánn, Þýskaland, Serbía, Svíþjóð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -