- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Rúmenar vilja vafalaust halda í hefðina

Leikmenn rúmenska landsliðsins fagna eftir sigur á Ungverjum á HM fyrir ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik hefst í Danmörku á morgun. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru, tvö á dag, allt þangað til á morgun þegar sagt verður frá tveimur þeim síðustu. Nú er röðin komin að landsliði Rúmeníu og síðdegis kemur röðin að landsliði Rússlands. Á morgun verður sagt frá landsliðum Evrópumeistara Frakka og gestgjafanna. Tengil inn á fyrri kynningar er að finna neðst í þessari grein.


Síðustu tveir verðlaunapeningar sem rúmenska liðið hefur unnið til hafa einmitt komið þegar að EM hefur verið haldið á danskri grundu og því verður athyglisvert að sjá hvort að það verði einnig raunin að þessu sinni. Í bæði þessi skipti varð Cristina Neagu markahæsti leikmaður rúmenska liðsins og alveg ljóst að liðið þarf á hennar kröftum að halda. Hún ein og sér dugir ekki og liðið þarf að fá framlag frá fleiri leikmönnum til þess að ná árangri. Handknattleikur byggist fyrst og fremst á liðsheild fremur en einstaklings framtaki, ekki síst þegar komið er á efsta þrep íþróttarinnar.

Verða breytingar?
Með nýjum þjálfara, Bogdan 
Burcea, við stýrið er ljóst 
rúmenska landsliðið mun 
leggja áherslu á öflugan 
varnarleik en hvort að það 
dugi til verðlauna verður 
að koma í ljós.

Allra augu beinast að Neagu

Evrópumeistaramótið 2018 var sveiflukennt fyrir stórskyttuna Cristina Neagu. Hún spilaði vel framan af móti en varð fyrir hnémeiðslum í leik gegn Ungverjum í milliriðlakeppninni og þar með urðu vonir Rúmena um verðlaun að engu.

Neagu sem er 32 ára er kominn á fullt á nýjan leik og hefur átt gott tímabil í Meistaradeild kvenna á þessari leiktíð þar sem hún hefur skorað 42 mörk í fimm leikjum. Neagu hefur þó ekki átt sjö dagana sæla í haust en hún greinist með Covid-19 í október auk þess að hafa átt í hnémeiðslum á undanförnum vikum. Það er ljóst að hún þarf að vera í topp standi ef Rúmenar eiga að vinna til verðlauna.

Fyrri árangur:
Evrópumeistaramót
3. sæti 2010
4. sæti 2000, 2018
Heimsmeistaramót
1. sæti 1962
2. sæti 1973, 2005
3. sæti 2015
Ólympíuleikar
4. sæti 1976

Mikil pressa á Burcea

Það voru margir í Rúmeníu sem töldu Bogdan Burcea vera framtíðar landsliðsþjálfara þegar hann tók við sem aðstoðarþjálfari árið 2015. Burcea sem er mjög varnarsinnaður þjálfari leiddi félagslið sitt SCM Craiova til sigurs í Evrópubikanum árið 2018. Í þeirri keppni vann SCM lið sem voru fyrirfram talin mun sterkari.

Rúmenska liðið hefur á að skipa reynslumiklum leikmönnum sem hafa nú þegar náð að aðlaga sig að leikstíl Burcea. Það er mikil pressa á honum en hann hefur aldrei áður staðið í stafni sem aðalþjálfari landsliðs.

Leikir Rúmeníu í D-riðli:
3.12.Rúmenía-Þýskal., 17.00
5.12.Pólland-Rúmenía, 15.00
7.12.Rúmenía-Noregur, 19.30
RÚV sýnir flesta leiki EM.

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: PóllandKróatíaTékklandSlóveníaSvartfjallaland
SpánnÞýskalandSerbíaSvíþjóðNoregurUngverjaland, Holland.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -