- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Staðreyndir fyrir fyrstu orrustur

Jyske Bank Boxen í Herning þar sem leikið verður án áhorfenda í A- og B-riðli EM, einnig í millriðli auk úrslitaleikjanna í lokin. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistaramót kvenna hefst í dag þegar að flautað verður til leiks í B og D riðli. Fjórir leikir eru á dagskrá. Í B-riðli verður heldur betur boðið uppá stórleik þegar að Rússar og Spánverjar mætast en í hinni viðureigninni eru það Svíar og Tékkar sem eigast við. Í D-riðli eigast við Rúmenar og Þjóðverjar annars vegar og Norðmenn og Pólverjar hins vegar.

Leikir dagsins

B-riðill

Rússland – Spánn | Fimmtud. 3. desember kl. 17.15 | Beint á RÚV2

Dómarar: Cristina Nastase / Simona-Raluca Stancu (Rúmeníu)

• Bæði lið vonast til þess að vinna til verðlauna á þessu móti, Spánverjar eru silfurverðlaunahafar frá HM í Japan en Rússar unnu bronsverðlaun á því móti.

• Þjóðirnar hafa mæst 13 sinnum áður þar sem Rússar hafa sigrað 6 sinnum, Spánverjar 3 sinnum og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli.

• Þjóðirnar mættust síðast á HM í Japan á síðasta ári þar sem að Rússar unnu tíu marka sigur.

• Liðin hafa misst nokkra af lykilleikmönnum sínum í aðdraganda mótsins, Anna Vyakhireva og Anna Sen eru á meðal leikmanna sem eru á meiðslalista Rússa. Hjá Spánverjum verður Alexandrina Cabral Barbosa ekki með.

• Spænska liðið hefur gefið út að það ætli að berjast fyrir fólkið í landinu sem hefur þurft að ganga í gegnum erfiða tíma í faraldrinum.

Svíþjóð – Tékkaland | Fimmtudagur 3.desember kl. 19.30

Dómarar: Vanja Antic / Jelena Jakovljevic (Serbíu)

• Þessar þjóðir hafa mæst 10 sinnum áður þar sem Tékkum hefur ekki enn tekist að vinna leik.

• Þjóðirnar mættust síðast á HM 2017 þar sem Svíar fóru með sigur af hólmi 36:32 og fóru alla leið í undanúrslit á því móti.

• Isabelle Gulldén hefur skorað flest mörk fyrir sænska liðið á Evrópumeistaramótum en hún á möguleika á því að komast enn ofar á listann yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest mörk á EM. Hún er í fimmta sæti, þremur mörkum á eftir hinni norsku Linn-Kristin Rigelhuth Koren sem er í fjórða sætinu.

• Tékkneska liðið er án margra lykileikmanna á þessu móti en þær Iveta Koresova, Lucie Satrapova, Helena Rysankova og Michaela Hrbkova eru allar meiddar og geta því ekki tekið þátt í mótinu.

D-riðill

Rúmenía – Þýskaland | Fimmtudagur 3.desember kl. 17.00

Dómarar: Charlotte Bonaventura / Julie Bonaventura (Frakklandi)

• Henk Groener,þjálfari þýska liðsins, mun ekki geta stýrt liðinu í þessum leik þar sem hann hefur ekki enn náð að ferðast til Danmerkur vegna Covid-19.

• Það kemur því í hlut aðstoðarþjálfarans Alexander Koke að stýra liðinu.

• Rúmenska liðið þurfti að gera 2 breytingar á liði sínu rétt fyrir mót þar sem þær Crina Pintea og Laura Moisa greindust jákvæðar á Covid-19 prófi.

• Cristina Neagu sem er fyrirliði Rúmena mun spila sinn fertugasta leik á Evrópumeistaramóti. Hún er aðeins sextándi leikmaðurinn til þess að ná þeim áfanga.

• Þýskaland hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum þessarar þjóða á EM til þessa en Rúmenar unnu hins vegar síðustu tvær viðureignir, 23:22, á EM 2016 og 29:14 á EM 2018.

Noregur – Pólland | Fimmtudagur 3. des. kl. 19.30 | Beint á RÚV2

Dómarar: Ioanna Christidi / Ioanna Papamattheou (Grikklandi)

• Arne Senstad er að mæta löndum sínum í þessum leik en hann þjálfað í Noregi við góðan orðstýr þar sem hann þjálfaði meðal annars Storhamar og Oppsal.

• Senstad var tvívegis valinn þjálfari ársins í Noregi árin 2012 og 2017.

• Pólverjum hefur ekki tekist að komast í milliriðlakeppnina á síðustu tveimur Evrópumeistaramótum og hafa tapað síðust sex leikjum sínum á EM. Síðasti sigurleikur þeirra var gegn Rússum árið 2014.

• Þjóðirnar hafa mæst fjórtán sinnum til þessa þar sem þær norsku hafa unnið ellefu af þessum leikjum og hafa raun ekki tapað gegn Pólverjum í síðustu átta leikjum.

• Ef Norðmönnum tekst að vinna leikinn þá verður það áttugasti sigurleikurinn á Evrópumeistaramóti. Sigurhlutfallið er nú 80,6%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -