- Auglýsing -
- Svíar voru þeir þriðju til þess að tryggja sér sæti í milliriðlakeppni EM í handknattleik kvenna í kvöld þegar þeir gerðu jafntefli við Spánverja, silfurlið HM, 23:23, í Herning í kvöld. Spánverjar geta enn þurft að bíta í það súra epli að fara heim á leið á þriðjudagsmorgun. Þeirra bíður úrslitaleikur við Tékka um sæti í milliriðlum á mánudagskvöld.
- Spánn – Svíþjóð 23:23 (13:10)
Fyrsta jafnteflið leit dagsins ljós EM þetta árið en það stig dugði þó Svíum til þess að bóka sæti í milliriðlum en Spánverjar eru á leið í úrslitaleik gegn Tékkum um síðasta sætið í milliriðlum. - Það var boðið uppá mikla dramatík í lokin en hvorugu liðinu tókst að skora síðustu 5 mínúturnar í leiknum, Svíar fengu víti þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum en brást bogalistin.
- Svíar sendu boltann 860 sinnum á milli sín þar sem Melissa Petren átti flestar þeirra eða 215 talsins, Spánverjar áttu 810 sendingar og þar var Nerea Pena með efst með 183 sendingar.
- Silvia Navarro markvörður spænska liðsins svaraði heldur betur fyrir dapran leik í 1.umferðinni. En hún varði 15 skot af þeim 36 sem hún fékk á sig sem gerir 42% markvörslu og hún var jafnframt valin maður leiksins.
- Spænska liðið var með heldur betri skotnýtingu í leiknum en liðið skaut 41 skoti á markið og skoraði 23 mörk sem gerir 56% skotnýtingu en Svíar voru hins vegar með 23 mörk úr 51 skoti sem gerir 45% skotnýtingu
- Emma Rask spilaði mest allra í sænska liðnu en hún var inná vellinum í 59 mínútur og 11 sekúndur en hjá Spánverjum var það Alicia Fernandez sem spilaði mest eða 46 mínútur og 38 sekúndur.
- Spánverjar mæta Tékkum á mánudaginn í hreinum úrslitaleik hvort liðið fer áfram í milliriðla
- Svíar mæta Rússum á mánudaginn og verður það úrslitaleikur um hvoru liðinu tekst að vinna B-riðilinn og taka með sér öll stigin upp í milliriðla.
Mörk Spánar: Nerea Pena 6, Ainhoa Hernandez 4, Carmen Martin 2, Jennifer Gutierrez 2, Soledad Lopez 2, Lysa Tchaptchet 2, Mireya Gonzalez 2, Lara Gonzalez 1, Alicia Fernandez 1, Almudena Rodriguez 1.
Varin skot: Silvia Navarro 15, Mercedes Castellanos 1.
Mörk Svíþjóðar: Melissa Petren 8, Linn Blohm 5, Emma Lindquist 3, Carin Stromberg 2, Mathilda Lundstorm 2, Anna Lagerquist 2, Emma Rask 1.
Varin skot: Filippa Idehn 5, Jessica Ryde 3.
- Auglýsing -