- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Þrautin þyngri hjá Tékkum

Marketa Jerabkova t.v. var markadrottninga HM fyrir þremur árum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sjö dagar eru þangað til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru á næstu dögum allt til 3. desember. Nú er röðin komin að landsliði Tékklands. Tengil inn á fyrri kynningar er m.a. að finna neðst í þessari grein.

Það vantar nokkra lykilleikmenn í leikmannahóp Tékklands að þessu sinni og ljóst að þess bíður verðugt verkefni. Liðið hefur ekki náð að spila leik saman í rúmt ár og á mótinu í ár eru þær tékkneski með liðum tveggja þjóða sem spiluðu til undanúrslita á heimsmeistaramótinu sem fór fram í desember á síðasta ári.

Hverjar fylla í skörðin?

Eins og við nefndum áður þá verður liðið án nokkura lykilleikmanna á þessu móti. Iveta Koresova (áður Luzumova)  sem er markahæsti leikmaður liðsins er ólétt. Leikjahæsti leikmaður liðsins Michaela Hrbkova er meidd á öxl. Aðalmarkvörðurinn Lucie Satrapova sleit krossband og línumaðurinn Petra Ticha er einnig meidd.  Það mun því koma í hlut nýrra leikmanna að fylla þessi skörð, Petra Kudlackova er nú markvörður númer eitt og þá mun Marketa Jerabkova fá það hlutverk að bera uppi sóknarleik liðsins.

Hver tekur af skarið?
Marketa Jerabkova vonast til að 
endurtaka leikinn frá því árið 2017 
þar sem hún varð sjöunda 
markahæsti leikmaðurinn á HM 
þá aðeins 21 árs gömul. Þremur 
árum síðar hefur hún öðlast 
mikla reynslu á alþjóðasviðinu 
með félagsliðum sínum, Erd í 
Ungverjalandi og þýska liðinu 
Thüringer.

Hvernig mun ganga eftir langt hlé?

Þar sem liðinu mistókst að vinna sér sæti á heimsmeistaramótinu sem fór fram í Japan í desember á síðasta ári þá var síðasti opinberi leikur liðsins í október 2019 þegar liðið spilaði gegn Norður Makedóníu og Portúgal í undankeppni EM. Þeim leikjum sem eftir var í undankeppninni var svo frestað vegna heimsfaraldursins og þá var æfingarbúðum liðsins sem áttu að fara fram í október á þessu ári einnig frestað. Þetta þýðir að liðið hefur ekki spilað leik í fjórtán mánuði og þess utan hafa nokkrir leikmenn ekki náð að spila leik með félagsliðum sínum að undanförnu þar sem deildarkeppnum hefur verið slegið á frest.

Fyrri árangur
Evrópumeistaramót:
8. sæti 1994
8. sæti 2002
15. sæti 2004
12. sæti 2012
10. sæti 2016
15. sæti 2018
Heimsmeistaramót
sem Tékkóslóvakía:
1. sæti 1957
3. sæti 1962
2. sæti 1986
Sem Tékkland:
13. sæti 1995
13. sæti 1997
19. sæti 1999
15. sæti 2003
15. sæti 2013
8. sæti 2017
Ólympíuleikar
- Tékkóslóvakía:
5. sæti 1980
5. sæti 1988

Hverjar eru væntingarnar

Á Evrópumeistaramótinu árið 2018 var tékkneska liðið í erfiðum riðli ásamt Rúmeníu, Noregi og Þýskalandi og þar fékk liðið ekki stig í riðlinum. Andstæðingarnir eru ekki lakari á þessu móti en þær eru í riðli með Rússlandi, Svíþjóð og Spáni en þrjú af þessum liðum voru á meðal sjö efstu á heimsmeistaramótinu 2019. Tékkland þarf að ná að skilja eina af þessum þjóðum eftir fyrir aftan sig og líklega eru mestu möguleikar liðsins gegn Svíþjóð en í ljósi þess í hve lítilli leikæfingu liðið er þá verða möguleikarnir að teljast litlir.

Leikir Tékklands í B-riðli:
3.12.Svíþjóð-Tékkland, 19.30
5.12.Tékkland-Rússland, 17.15
7.12.Spánn-Tékkland, 17.15
RÚV sýnir flesta leiki EM.

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: Pólland, Króatía.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -