- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU17: Frakkar brenndu sig ekki á sama soðinu tvisvar

Leikmenn franska landsliðinu fagna sigri á EM 17 ára landsliða í Podgorica í kvöld. Mynd/HF Montenegro
- Auglýsing -

Frakkar hrósuðu sigri á Evrópumeistaramóti kvennalandsliða skipuðum leikmönnum 17 ára og yngri sem lauk í Podgorica í Svartfjallalandi í kvöld. Franska landsliðið vann það danska í úrslitaleik, 24:19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 12:9.

Fyrsta tap Dana

Þetta var fyrsti leikurinn sem danska landsliðið tapaði á mótinu en það hafði m.a. unnið franska landsliðið í milliriðlakeppninni, 25:20. Frakkar ætluðu ekki að brenna sig á sama soðinu tvisvar. Þeir voru mun sterkari í úrslitaleiknum í dag og unnu á sannfærandi og sanngjarnan hátt.

Brons til Þýskalands

Þýskaland varð í þriðja sæti og hreppti bronsverðlaun eftir sigur á Króötum í úrslitaleik í dag, 31:27.

Ungverjaland lagði Serbíu í hörkuleik en nokkuð sveiflukenndum, 28:25, og varð í fimmta sæti.

Svartfellingar, sem töpuðu fyrir íslenska landsliðinu í fyrstu umferð riðlakeppninnar, unnu Hollendinga með átta marka mun, 25:17, í uppgjöri um 7. sætið.

Ísland lauk keppni á mótinu í gær með stórsigri á Norður Makedóníu, 34:25. Hlutskipti íslenska liðsins varð 15. sætið.

Úrslit síðustu leikja mótsins og röð liðanna 16 er að finna í fréttinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -