Tveir leikmenn U17 ára landsliðsins voru á meðal 30 markahæstu leikmanna Evrópumótsins sem lauk í Podgorica í Svartfjallalandi í gær með sigri Frakklands á Danmörku í úrslitaleik.
Lydía Gunnþórsdóttir varð í fjórða til sjöunda sæti á lista markahæstu leikmanna mótsins. Lydía skoraði 36 mörk, þar af 20 úr vítaköstum. Hún geigaði á níu vítaköstum. Skotnýting Lydíu í mótinu var 63%.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir varð í 21. til 22. sæti yfir markahæstu leikmenn EM með 28 mörk, 50% skotnýtingu.
Era Baumann, leikmaður svissneska landsliðsins, með 53 mörk, 27 úr vítaköstum. Virág Fazekas, Ungverjalandi, varð næst markahæst með 48 mörk.
29% varsla hjá Ingunni Maríu
Ingunn María Brynjarsdóttir var lengst í marki íslenska landsliðsins á Evrópumótinu. Hún varð í 20. sæti yfir hæstu hlutfallsmarkvörsluna, 29,2%, 52 skot af 178. Alls var markvarsla íslenska liðsins í mótinu 27%.
Sif Hallgrímsdóttir varði tvö af fimm vítaköstum sem hún spreytti sig á, 40%, sem er á meðal þess besta á mótinu.
Létu til sín taka
Leikmenn íslenska liðsins létu til sína taka í varnarleiknum á mótinu. Fjórir leikmenn eru þar af leiðandi á ríflega 30 stúlkna lista yfir þá sem voru atkvæðamestar í vörninni þegar tekið er saman brottrekstrar, gul og rauð spjöld. Ásrún Inga Arnarsdóttir situr í sjöunda sæti, Rakel Dórothea Ágústdóttir í níunda sæti, Ágústa Rúna Jónsdóttir er í 4. sæti og Guðmunda Auður Guðjónsdóttir er í 19. sæti ásamt fimm öðrum.
EMU17: Erum stolt af okkar frammistöðu
EMU17: Síðustu leikir – úrslit og niðurstaðan
Þeir sem vilja grúska frekar í tölfræðinni geta m.a. skoða skjölin í viðhengi hér fyrir neðan.