Milliriðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, stendur yfir þriðjudaginn 8. og miðvikudaginn 9. ágúst. Leiknar verða tvær umferðir í fjórum riðlum. Tveir riðlanna eru með liðum sem kljást um átta efstu sæti og hinsvegar aðrir tveir þar sem eigast við lið sem keppast um sætin frá níu og upp í sextán.
HM og EM sæti í boði
Tólf efstu liðin tryggja sér keppnisrétt á HM 18 ára sem fram fer eftir ár og 14 efstu liðin vinna inn keppnisrétt á næsta Evrópumót þessa árgangs sem verður það fyrsta með 24 keppnisliðum. Þess vegna er eftir nokkru að slægjast fyrir liðin neðri hópnum, frá níu til sextán þar sem íslenska landsliðið er á meðal.
Leiktímar hér að neðan eru miðaðir við klukkuna á Íslandi.
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá milliriðla.
Milliriðlar – sæti 9 til 16
Riðill 3:
Svíþjóð – Tékkland 27:30 (14:16).
Sviss – Ísland 25:21 (12:11).
Ísland – Svíþjóð 23:34 (14:15).
Tékkland – Sviss 31:27 (15:12).
Lokastaðan:
Tékkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 89:76 | 6 |
Svíþjóð | 3 | 2 | 0 | 1 | 92:83 | 4 |
Sviss | 3 | 1 | 0 | 2 | 82:83 | 2 |
Ísland | 3 | 0 | 0 | 3 | 66:87 | 0 |
Riðill 4:
Noregur – Norður Makedónía 32:21 (15:11).
Rúmenía – Portúgal 31:24 (11:9).
Portúgal – Norður Makedónía 36:13 (14:8).
Noregur – Rúmenía 27:33 (13:15).
Lokastaðan:
Rúmenía | 3 | 3 | 0 | 0 | 104:78 | 6 |
Noregur | 3 | 2 | 0 | 1 | 90:81 | 4 |
Portúgal | 3 | 1 | 0 | 2 | 87:75 | 2 |
N-Makedónía | 3 | 0 | 0 | 3 | 61:108 | 0 |
Milliriðlar – sæti 1 til 8
Riðill 1:
Króatía – Svartfjallaland 27:25 (16:13).
Serbía – Þýskaland 18:34 (12:17).
Serbía – Svartfjallaland 21:19 (8:9).
Þýskaland – Króatía, 9. ágúst 27:22 (16:13).
Lokastaðan:
Þýskaland | 3 | 2 | 1 | 0 | 84:63 | 5 |
Króatía | 3 | 2 | 0 | 1 | 79:72 | 4 |
Serbía | 3 | 1 | 0 | 2 | 59:83 | 2 |
Svartfj.land | 3 | 0 | 1 | 2 | 67:71 | 1 |
Riðill 2:
Ungverjaland – Danmörk 24:24 (10:9).
Frakkland – Holland 32:18 (17:8).
Holland – Ungverjaland 22:34 (9:17).
Danmörk – Frakkland 25:20 (8:10).
Lokastaðan:
Danmörk | 3 | 2 | 1 | 0 | 75:65 | 5 |
Frakkland | 3 | 2 | 0 | 1 | 85:71 | 4 |
Ungv.land | 3 | 1 | 1 | 1 | 86:79 | 3 |
Holland | 3 | 0 | 0 | 3 | 61:92 | 0 |
- Krossspil verður 11. ágúst. Leikið verður um sæti fimm til sextán 12. ágúst.
- Undanúrslitaleikir fara fram 11. ágúst. Leikir um fjögur efstu sætin verða 13. ágúst.
- Handbolti.is fylgist með öllum leikjum Íslands í textalýsingu. Einnig verður hægt að horfa leikina í streymi á ehftv.com. Handbolti.is hefur ekki leyfi til þess að tengjast streyminu.
EMU17: Dagskrá, úrslit og staðan, riðlakeppni