- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU18: Strákarnir mæta þeim slóvensku

Strákarnir sem voru í U18 ára landsliðinu í fyrrasumar eru margir hverjir komnir í U19 ára landsliðið. Mynd/EHF
- Auglýsing -

U18 ára landslið karla í handknattleik mætir landsliði Slóvena í krossspili um níunda til tólfta sæti sæti á Evrópumótinu í handknattleik á föstudaginn.

Slóvenar unnu stórsigur á Færeyingum, 33:23, í dag og hinum milliriðli keppni liðanna í neðri hluta mótsins. Þar með höfnuðu Slóvenar í öðru sæti riðilsins. Færeyingar voru fyrir leikinn öruggir um efsta sætið.


Svartfellingar unnu Pólverja og leika við Færeyjar á föstudaginn í hinum leik krossspilsins um níunda til tólfta sætið. Sigurliðin í föstudagsleikjunum eigast við um 9. sætið á laugardaginn og tapliðin kljást um 11. sætið sama dag.
Eins og tímasetningar leikjanna eru núna er áætlað að leikur Íslands og Slóveníu hefjist klukkan 16 að íslenskum tíma en viðureign Færeyinga og Svarfellinga klukkan 18.30.


Krossspil um 9. til 12. sæti á föstudag:
Ísland – Slóvenía kl. 16.
Færeyjar – Svartfjalland kl. 18.30.


Lokastaðan í milliriðlinum um 9. til 16. sæti:

Ísland3300102 – 826
Svartfjallaland320190 – 794
Pólland310283 – 972
Ítalía300379 – 960
Færeyjar320181 – 834
Slóvenía311183 – 783
Frakkland311190 – 893
Serbía310289 – 932


Krossspil um 13. -16. sæti:
Pólland – Serbía.
Frakkland – Ítalía.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -