- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU19: Stelpurnar mæta Serbum í úrslitaleik HM-sæti

Leikmenn U19 ára landsliðsins á EM. F.v.: Lilja Ágústsdóttir, Elísa Helga Sigurðardóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir, Brynja Katrín Benediktsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir, Hildur Lilja Jónsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir, Valgerður Arnalds, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Ethel Gyða Bjarnasen, Elísa Elíasdóttir, Sonja Lind Sigsteinsdóttir og Embla Steindórsdóttir. Einnig er Tinna Sigurrós Traustadóttir í hópnum. Hún handarbrotnaði á dögunum. Mynd/Mynd/EHF/Mihai Nitoiu
- Auglýsing -

Stúlkurnar í 19 ára landsliði Íslands í handknatteik mæta Serbum í leik um 13. sæti á Evrópumótinu í Mioveni í Rúmeníu á morgun. Það varð ljóst eftir að Serbar unnu Króata með fimm marka mun, 31:26, á mótinu í dag. Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 12.15 á morgun.

Um afar mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði lið. Sigurlið leiksins hreppir farseðil á heimsmeistaramót 20 ára landsliða sem fram fer í Norður Makedóníu að ári liðnu.

„Við munum skilja allt eftir inni á leikvellinum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára liðsins ákveðinn í bragði við handbolta.is í dag.

Tapliðið kemst í forkeppni um keppnisrétt ásamt Króatíu og tveimur öðrum liðum úr B-hluta Evrópmótsins. Forkeppnin fer fram í nóvember. Í henni verður eitt HM sæti á boðstólum. Í slíkri keppni er ekki á vísan róið.

Handbolti.is fylgist með leik Íslands og Serbíu á morgun í textalýsingu eins og öðrum leikjum íslenska liðsins í Evrópukeppninni.

Sjá einnig:

EMU19: Öruggur sigur – leika um HM-farseðil á morgun
EMU19: Með betri leikjum sem liðið hefur leikið

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -