Norska landsliðið í handknattleik kvenna fékk ekki draumabyrjun í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í handknattleik í kvöld. Liðið tapaði fyrir sænska landsliðinu í síðasta leik 1. umferðar, 32:28. Svíar voru sterkari lengst af leiksins og verðskulduðu sigurinn. Norska liðið gerði talsvert af mistökum í sóknarleiknum og átti þar á ofan í erfiðleikum með sjö manna sóknarleik sænska liðsins í síðari hálfleik.
Þess utan fór Johanna Bundsen á kostum í sænska markinu, varði jafnt og þétt allan leikinn, alls 18 skot, 43%.
Greinilegt var að norska liðið saknaði síns besta leikmanns, Henny Reistad, sem var ekki með vegna meiðsla. Skarð besta leikmanns heims verður skiljanlega vandfyllt þótt valinn leikmaður sé í hverju rúmi í norska landsliðinu.
Góður sprettur fyrir hálfleik
Svíar voru sterkari lengst af fyrri hálfleiks og komust mest þremur mörkum yfir, 13:10, áður en norska liðið náði sínum besta leikkafla í leiknum á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks. Fyrir vikið fóru Þórir Hergeirsson og leikmenn hans með þriggja marka forskot inn í hálfleikinn, 17:15.
Dýr axarsköft
Noregur komst fjórum mörkum yfir snemma í síðari hálfleik. Sænska liðið skoraði ekki sitt fyrsta mark í seinni hálfleik fyrr en eftir nærri sjö mínútur. Eftir að hafa skipt yfir í sjö á sex þá sneru Svíar við taflinu. Noregur jafnaði metin, 27:27. Tvö axarsköft í sóknarleiknum fylgdu í kjölfarið og Svíar komust tveimur mörkum yfir á ný, 29:27, þremur mínútum fyrir leikslok.
Ungverjar byrjuðu vel
Ólympíumeistarar Frakka unnu Ungverja á sannfærandi hátt, 31:28, í B-riðli. Ungverjar komu Frökkum í opna skjöldu í byrjun leiks og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkunum. Adam var ekki lengi í Paradís hjá Ungverjum. Frakkar komust yfir og héldu öruggri forystu til enda.
Stórsigur Brasilíu
Brasilíska landsliðið tók spænska liðið í kennslustund og vann með 11 marka mun, 29:18. Þetta var í fyrsta sinn sem Brasilía vinnur Spán á stórmóti í handknattleik kvenna. Spænska liðið var afar slakt og ljóst að Ambros Martín þarf að fara rækilega yfir málin fyrir næsta leik á sunnudaginn gegn Angóla.
Úrslit dagsins og markaskorarar
A-riðill:
Noregur – Svíþjóð 28:32 (17:15).
Mörk Noregs: Stine Oftedal Bredal 7, Nora Mörk 7/5, Kare Brattset Dale 3, Veronica Kristiansen 3, Stine Skogrand 2/1, Vilde Ingstad 2, Marit Jacobsen 1, Camilla Herrem 1, Thale Rushfeldt Deila 1, Maren Aardal 1.
Varin skot: KatrineLunde 14, 32%.
Mörk Svíþjóðar: Nathalie Hagman 8/3, Nina Koppang 7, Emma Lindqvist 5, Jamina Roberts 4, Elin Hanson 3, Linn Blohm 2, Johanna Bundsen 1, Jenny Carlson 1, Tyra Axnér 1.
Varin skot: Johanna Bundsen 18/1, 41%.
Slóvenía – Danmörk 19:27 (11:14).
Mörk Slóveníu: Ana Gros 5, Tjaša Stanko 5, Elizabeth Omoregie 2, Valentina Tina Klemenčič 2, Ana Abina 2, Alja Varagić 1, Maja Svetik 1, Nataša Ljepoja 1.
Varin skot: Maja Vojnovic 13/1, 33%.
Mörk Danmerkur: Emma Friis 5, Trine Østergaard 5, Mie Højlund 4, Kristina Jørgensen 4, Anne Mette Hansen 3, Helena Elver Hagesø 2, Line Haugsted 2, Rikke Iversen 1, Louise Katharina Burgaard 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 13, 43%.
Þýskaland – Suður Kórea 22:23 (10:11).
Mörk Þýskalands: Antje Döll 6, Alina Grijseels 4, Xenia Smits 3, Meike Schmelzer 2, Emily Bölk 2, Julia Behnke 2, Annika Lott 1, Viola Leuchter 1, Julia Maidhof 1.
Varin skot: Sarah Wachter 3, 21% – Katharina Filter 3, 20%.
Mörk Suður Kóreu: Kyungmin Kang 6, Eun Hee Ryu 6, Eunhye Kang 4, Bitna Woo 3, Jiyeon Jeon 2, Dayoung Kim 2.
Varin skot: Saeyoung Park 5, 21%.
ÓL24: handbolti kvenna, leikir, úrslit, staðan
B-riðill:
Holland – Angóla 34:31 (19:18).
Mörk Hollands: Angela Malestein 8, Estavana Polman 8, Dione Housheer , Lois Abbingh 4, Bo van Wetering 2, Kelly Dulfer 2, Nikita Van Der Vliet 2, Tamara Haggerty 1.
Varin skot: Rinka Duijndam 5, 24% – Yara ten Holte 3/1, 18%.
Mörk Angóla: Helena Gilda Simao Paulo 6, Vilma Pegado Nenganga 6, Juliana José Machado 5, Albertina Da Cruz 4, Azenaide Carlos 4, Natalia Mafiela Kamalandua 2, Stelvia De Jesus Pascoal 2, Natalia Maria Bernardo 1, Chelcia Cristina Gabriel 1.
Varin skot: Marta Alberto 5, 20% – Eliane Paulo 4/1, 22%.
Spánn – Brasilía 18:29 (10:15).
Mörk Spánar: Marta Lopez Herrero 5, Mireya Gonzalez Alvarez 4, Carmen Campos Costa 4, Jennifer Gutierrez Bermejo 2, Maitane Echeverria 1, Alexandrina Cabral 1, Paula Arcos Poveda 1.
Varin skot: Nicole Wiggins 9, 31% – Mercedes Castellanos 1/1, 11%.
Mörk Brasilíu: Bruna Almeida De Paula 6, Patricia Matieli Machado 6, Giulia Guarieiro 4, Larissa Fais Munhoz 4, Tamires Morena 3, Jhennifer Rosa 2, Jessica Quintino 1, Mariane Oliveira 1, Gabriela Clausson 1, Adriana Cardoso 1.
Varin skot: Gabriela Moreschi 14, 45% – Renata de Arruda 0.
Ungverjaland – Frakkland 28:31 (12:15)
Mörk Ungverjalands: Csenge Kuczora 8, Viktoria Györi Lukacs 6, Katrin Klujber 4, Petra Simon 2, Petra Vamos 2, Nikoletta Papp 2, Anadine Szollosi-Schatzl 2, Anita Peta Fuezi Tovizi 1, Greta Marton 1.
Varin skot: Kinga Janurik 4, 18%.
Mörk Frakklands: Estelle Nze Minko 6, Pauletta Foppa 5, Tamar Horacek 4, Orlane Kanor 4, Meline Nocandy 3, Alicia Toublanc 2, Lena Grandveau 2, Laura Flippers 2, Coralie Lassource 1, Lucie Granier 1, Sarah Bouktit 1.
Varin skot: Hatadou Sako 4/1, 20% – Laura Glauser 3, 20%.
ÓL24: handbolti kvenna, leikir, úrslit, staðan