- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Enginn er annars bróðir í leik

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Það er aldrei gott að þurfa eingöngu að treysta á aðra. Strákarnir okkar í landsliðinu í handknattleik voru síðast minntir á þá staðreynd í gærkvöld. Þeir þurftu að treysta á að Danir legðu Frakka í lokaumferð milliriðlakeppni Evrópumótsins svo sæti í undanúrslitum væri þeirra. Auðvitað gengu þær vonir ekki eftir. Enginn er annars bróðir í leik.
  • Ekki er hægt að treysta á greiðasemi eins og þá sem Slóvenar gerðu íslenska landsliðinu í lokaumferð EM 2012 þegar þeir létu nægja að vinna íslenska landsliðið með tveggja marka mun. Enda þjónaði sú greiðasemi hagsmunum Slóvena í keppninni. Slóvenar voru að hugsa um rassgatið á sjálfum sér eins sagt var í sveitinni.
  • Slóvenar vildu ekki vinna fyrrgreindan leik við Íslendinga nema með tveggja marka mun. Þriggja marka sigur eða stærri hefði vissulega tryggt Slóvenum sæti í milliriðli en þá hefðu þeir farið áfram með Norðmönnum og þá án stiga en Norðmenn verið tvö stig í pokahorninu.
  • Slóvenar leyfðu Íslendingum að skora undir lok leiksins og brást sjálfum bogalistin í upplögðu fær, allt til þess að halda tveggja marka forskoti út síðustu mínútuna og til leiksloka. Meðan sátu Norðmenn og bölvuðu Slóvenum í sand og ösku og væntanlega alla leiðina heim á hótel. Íslendingar (þó ekki leikmenn og þjálfarar, skal tekið fram) hlógu og gerðu grín að frændum okkar og höfðu litla samúð með þeim. Það er enginn annars bróðir í leik.
  • Fróður maður hefur sagt að hver mistök séu dýr í leik, hvað þá í heilu móti. Þau eru talin þegar upp er staðið. Hversu mikið sem menn bölsótast út í gömlu herraþjóðina og rifja upp sögur um maðkað mjöl sem reyndar hefur verið sýnt fram á að var Íslendingum sjálfum að kenna, þá var það tap strákanna okkar fyrir Króötum, sem kom í veg fyrir að íslenska landsliðið er ekki eitt fjögurra liða sem leika til verðlauna á Evrópumótinu.
  • Danir þurftu ekki að vinna Frakka, þeir reyndu en voru ekki burðugri en raun bar vitni þegar upp staðið enda með burðarása heima á hóteli. Svo er annað mál hvort það eigi eftir að koma í bakið á Dönum að mæta Spánverjum fremur en Svíum í undanúrslitum á morgun. Um það verður aldrei hægt að slá nokkru föstu.
  • Íslenskur sigur í leiknum við Króata á mánudaginn hefði orðið til þess að úrslit leiks Danmerkur og Frakka skiptu okkur engu máli. Tækifærin voru fyrir hendi í þeim leik. E.t.v. hefði líka mátt gera þetta og hitt á annan hátt en gert var. Út í þær vangaveltur hætti ég mér ekki enda kominn á þann aldur að ég er upp úr því vaxinn að láta öskra á mig.
  • Framundan er leikur við Norðmenn á morgun um fimmta sæti mótsins. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að strákarnir okkar ljúki glæsilegri frammistöðu sinni á mótinu með því að vinna Norðmenn sem einnig áttu sínar slæmu mínútur á ögurstundu í einum leik í mótinu. Og þá eins og árið 2012 hlógu margir að frændum okkar.

    Ívar Benediktsson, [email protected].
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -