- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Enginn í Evrópu skoraði fleiri mörk en Óðinn Þór

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður Kadetten Schaffhausen, Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen, varð markahæsti handknattleikskarl Evrópu á síðasta keppninstímabil, 2022/2023, þegar litið er til meðaltalsfjölda í öllum leikjum sem hann tók þátt í. Þetta fullyrða reiknimeistarar datahandball sem m.a. deilir efni sínu á X, áður Twitter.

Allir opinberir leikir

Samkvæmt samantekt datahandball skoraði Óðinn Þór að jafnaði 7,7 mörk í hverjum einasta leik sem hann tók þátt í á síðustu leiktíð. Þar er um að ræða opinbera kappleiki með Kadetten Schaffhasuen og íslenska landsliðinu.

Hollenski landsliðsmaðurinn Kay Smits skoraði flest mörk allra handknattleiksmanna í Evrópu á síðustu leiktíð, 428, í 74 leikjum, 5,7 mörk að jafnaði í leik og var tveimur mörkum á eftir Óðni sem skoraði 362 mörk í 47 leikjum.

Skoraði mest og nýtti best

Óðinn Þór varð markakóngur Evrópudeildarinnar en í henni lék hann aðeins hluta af öllum leikjum sínum auk þess að vera skovissasti leikmaður sömu keppni

Hann varð einnig markahæstur í svissnesku A-deildinni, þegar aðeins er litið til meðalfjölda.

Óðinn Þór missti af fyrstu leikjum leiktíðarinnar í fyrra vegna ristarbrota og varð þar með af markakóngstitilinum þótt hann gengi vasklega fram við að skora í þeim leikjum sem eftir voru.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -