- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erfitt að vera í eltingaleik frá upphafi til enda

- Auglýsing -

„Það er erfitt að vera í eltingaleik, jafna metin og missa þá svo alltaf framúr aftur eftir að við náum að jafna metin. Í þetta fer orka,“ sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs í samtali við handbolta.is eftir tap Þórs fyrir Fjölni í framlengdri viðureign liðanna í fyrstu umferð úrslita umspils Olísdeildar karla í Fjölnishöllinni í kvöld, 30:26.

„Ég hélt að við værum komnir með meðbyr undir lokin en því miður þá gekk þetta ekki í kvöld. Það er bara svo einfalt,“ sagði Halldór Örn en hans menn náðu enn einu áhlaupinu í leiknum í kvöld á síðustu sex mínútum venjulegs leiktíma þegar þeir skoruðu sex af átta síðustu mörkunum. Fjölnir var hinsvegar sterkari í framlengingu, ekki síst síðari fimm mínúturnar.

„Við nýttum ekki færin okkar. Þar liggur líka munurinn að mínu mati,“ sagði Halldór Örn.

Leikjadagskrá umspils Olísdeildar karla.

Þurfum alltaf að láta berja á okkur

Næsti leikur liðanna verður á þriðjudagskvöld á Akureyri.
Halldór Örn segir það hafa fylgt Þórsliðinu í síðustu leikjum að það sé eins og menn vakni ekki almennlega fyrr en þeir eru lentir undir. „Við þurfum alltaf að láta berja á okkur áður en eitthvað hjarta kemur í leik okkar. Þetta er orðið leiðigjarnt,“ sagði Halldór Örn sem vonast til þess að hans menn nái heilsteyptari leik frá upphafi á þriðjudaginn.
„Okkur hefur gengið vel á heimavelli í vetur en ég ítreka að það skiptir engu máli hvort við erum heima eða að heiman ef menn eru ekki með frá upphafi.“

Nánar er rætt við Halldór Örn á myndskeiðinu efst í fréttinni.

Myndasyrpa frá leiknum:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -