Í annað sinn í röð vann landslið Túnis, stundum kallað ernirnir frá Karþagó, keppnina um forsetabikarinn á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Póllandi. Ernirnir lögðu landslið Chile með 12 marka mun, 38:26, í Plock í Póllandi í gær eftir að hafa verið 14 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 24:10. Bæði lið höfðu unnið alla andstæðinga sína í riðlakeppni forsetabikarsins.
Keppnin um forsetabikarinn var á milli þeirra átta liða sem ráku lestina í riðlakeppni HM sem fram fór frá 11. til 19. janúar.
Keppnin er fyrst og fremst hugsuð til þess að fjölga leikjum slakari landsliða og gefa þeim landsliðum sem langt eru að komin að nota tækifæri til þess að leika fleiri leiki gegn landsliðum sem þau alla jafna mæta ekki oft.
Úrslit sætisleikjanna í Plock í gær:
25. sæti: Túnis – Chile 38:26 (24:10).
27. sæti: Suður Kórea – Norður Makedónía 33:36 (19:20).
29. sæti: Sádi Arabía – Marokkó 32:30 (18:11).
31. sæti: Úrúgvæ – Alsír 33:34 (17:16).
Röðin, sæti 25 til 32:
25 | Túnis. |
26 | Chile. |
27 | Norður Makedónía. |
28 | Suður Kórea. |
29 | Sádi Arabía. |
30 | Marokkó. |
31 | Alsír. |
32 | Úrúgvæ. |