- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erum með betra lið og meiri breidd

- Auglýsing -


Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Georgíu í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16 í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins. Bæði lið eru komin áfram í lokakeppnina. Fyrir leikmenn íslenska landsliðsins snýst viðureignin fyrst og fremst um að ná fram sigri og ljúka riðlakeppninni með fullt hús stiga.

Ísland vann fyrri viðureignina við Georgíu sem fram fór í Tiblisi í nóvember, 30:25, án vandræða. Ísland er eitt þriggja liða sem hefur ekki tapað stigi í undankeppninni að þessu sinni.

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður segir allt verða lagt í sölurnar á sunnudaginn fyrir framan fulla höll af áhorfendum í síðasta landsleik tímabilsins.

„Við höfum gert þetta vel til þessa og mikilvægt að ljúka verkefninu sómasamlega,“ sagði Viggó í viðtali við handbolta.is í dag fyrir æfingu landsliðsins í Víkinni.

Viggó og félagar unnu öruggan sigur á Bosníu í Sarajevo á miðvikudaginn, 34:25, í síðasta útivallarleiknum í undankeppninni.

„Það er alltaf gaman að leika heimavelli og vonandi fáum við góðan stuðning eins og vant er. Við erum með betra lið og meiri breidd en Georgíumenn,“ segir Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik.

Lengra viðtal við Viggó er í myndskeiði hér fyrir ofan.

Enn eru til aðgöngumiðar á leikinn á sunnudaginn:

Ísland – Georgía – miðasala.

A-landslið karla – fréttasíða.

Undankeppni EM karla “26: úrslit leikja og staðan

x

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -