- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erum með mjög vel mannað lið og ætlum okkur að vera á toppnum

- Auglýsing -

„Við erum með mjög vel mannað lið og ætlum okkur þar af leiðandi að vera áfram í toppnum en auðvitað eru til fleiri sem ætla sér að vinna titla,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari meistaraliðis Vals í handknattleik kvenna spurður hvort ekki sé pressa á honum og liðinu að halda dampi eftir að hafa unnið alla verðlaunagripi sem í boði voru í handknattleik kvenna hér á landi á síðustu leiktíð, alltént þá eftirsóttustu.

Valur mætir ÍR í 1. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda klukkan 14 í dag. Þar með hefst titilvörn Valsliðsins formlega.

„Tímabilið í fyrra var alveg einstakt. Okkur tókst að halda fókus í öllum hópnum frá upphafi til enda. Það er ekki alltaf auðvelt,“ segir Ágúst um árangur Valsliðsins á síðasta tímabili en liðið vann 30 af 31 leik á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni.

„Ég held að keppnin verði jafnari í vetur en í fyrra. Fleiri lið munu berjast með okkur í toppbaráttunni. Ég hlakka til,“ segir Ágúst Þór.

Helstu breytingar:
Komnar: Elísa Elíasdóttir, Lovísa Thompson, Silja Arngrímsdóttir Müller.
Farin: Sara Sif Helgadóttir, Sara Dögg Hjaltadóttir (var í láni hjá ÍR í fyrra en hafði skipti frá Val til ÍR í sumar).

Lovísa og Mariam

Lovísa Thompson hefur bæst í leikmannahópinn hjá Val frá síðustu leiktíð. Hún hefur jafnað sig eftir langvarandi meiðsli. Ekki þarf að fjölyrða mikið um þá viðbót sem koma hennar er í leikmannahóp Vals.

Mariam Eradze sleit krossband rétt áður en keppnistímabilið hófst fyrir ári. Hún er jafnt og þétt að sækja í sig veðrið. „Ég reikna með að við gefum ekki tíma fram í janúar og jafna sig. Þá verður hún komin í hörkustand enda búin að vera dugleg að æfa,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Ágúst Þór efst í þessari grein.

Sjá einnig: Leikjadagskrá Olísdeilda.

Konur – helstu félagaskipti 2024

Fram er klúbbur sem vill alltaf vera í fremstu röð

Tökum einn leik fyrir í einu

Verðum klár í slaginn við Hauka

Tími uppbyggingar stendur yfir hjá Stjörnunni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -