- Auglýsing -
- Auglýsing -

Esbjerg reynir að fanga sjötta sigurinn og Ungverjar fara til Frakklands

Frá viðureign CSM Búkarest og Esbjerg fyrr á keppnistímabilinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þrír leikir eru á dagskrá í dag í Meistaradeild kvenna en þeim var frestað á dögunum vegna kórónufaraldursins. Brest tekur á móti FTC í A-riðli en sá leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um annað sætið í riðlinum sem gefur farseðil beint í 8-liða úrslitin. Í hinum leik riðilsins tekur Esbjerg á móti Podravka frá Króatíu.


Í B-riðli eigast svo við tyrkneska liðið Kastamonu og Sävehof frá Svíþjóð þar sem að nýliðarnir frá Tyrklandi vonast til að ná í sín fyrstu stig á þessari leiktíð.


A-riðill:
Esbjerg – Podravka | Laugardagur kl 15.00 | Beint á EHFTV.com

  • Esbjerg er á mikilli sigurgöngu þessar vikurnar en liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og ekki tapað í síðustu átta leikjum sínum.
  • Tapi Podravka þessum leik þá eru vonir um sæti í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar úr sögunni.
  • Danska liðið er með næst bestu vörnina í Meistaradeildinni en það hefur einungis fengið á sig 24,7 mörk að meðaltali og aðeins 22 mörk að meðaltali á sig á heimavelli.
  • Podravka hefur tapað síðustu 15 útileikjum sínum í Evrópukeppninni og er auk þess með neikvæða markatölu sem nemur 54 mörk í þeim fjórum útileikjum sem liðið hefur spilað á leiktíðinni.


Brest – FTC | Laugardagur kl 19.00 | Beint á EHFTV.com

  • Aðeins þrjú lið hafa unnið alla heimaleiki sína til þessa, Brest, Esbjerg og Györ.
  • Eftir að hafa byrjað vel í riðlinum hefur FTC tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum og hefur aðeins tveggja stiga forystu á Brest í riðlinum.
  • Báðir tapleikir FTC komu á útivelli gegn liðum sem það er í baráttu við um toppsæti riðilsins.
  • FTC vann fyrri leik þessara liða í vetur með eins marks mun, 28-27.


B-riðill:
Kastamonu – Sävehof | Laugardagur kl. 11.00 | Beint á EHFTV.com

  • Kastamonu hefur tapað öllum 10 leikjum sínum til þessa í keppninni en Sävehof hefur hins vegar náð í fjögur stig.
  • Bæði lið töpuðu á heimavelli um síðustu helgi.
  • Það var fimmti ósigur sænska liðsins í röð. Síðasti sigurleikur þess var gegn Kastamonu í fyrri leik liðanna.
  • Sävehof er með verstu vörnina í Meistaradeildinni til þessa. Liðið hefur fengið á sig 33,5 mörk að meðaltali í leik.
  • Jamina Roberts leikmaður Sävehof er þriðja markahæst í Meistaradeildinni með 67 mörk en Jovanka Radicevic leikmaður Kastamonu er í sjötta sæti með 58 mörk.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -