Ester Amira Ægisdóttir handknattleikskona hjá Haukum fer á tímabundið lán til HK í Grill 66-deildinni eftir því sem fram kemur í tilkynningu Hauka í dag. Verður hún gjaldgeng með HK um leið og keppni hefst á nýju ári.
„Þar sem hún fær tækifæri til að safna reynslu og vaxa enn frekar sem leikmaður. Við vitum að hún mun koma sterkari til baka og halda áfram að láta til sín taka í okkar búningi,“ segir m.a. í tilkynningu Hauka.
Ester Amira hittir m.a. fyrir hjá HK frænku sína, Valgerði Ýri Þorsteinsdóttur sem lengi hefur verið burðarás HK-liðsins. Valgerður Ýr og Ester Amira eru systradætur. Mæður þeirra eru Hafdís og Díana Guðjónsdætur.
Í toppbaráttu
HK er í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna með 18 stig eftir 10 leiki, hefur jafnmörg stig og Grótta, en hefur leikið einum leik færra.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.



