Stjarnan mætir gömlum Íslandsvinum, rúmenska liðinu CS Minaur Baia Mare, í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í lok ágúst og í byrjun september. Takist Stjörnumönnum að ryðja rúmenska liðinu úr vegi tekur Stjarnan sæti í riðlakeppni Evrópudeildar karla, 32-liða úrslitum, ásamt Fram þegar deildin hefst um miðjan október.
Valur vann CS Minaur Baia Mare í undanúrslitum Evrópudeildar karla vorið 2024 en liðið er með bækistöðvar í norðurhluta Rúmeníu og hefur haft á að skipa einu af betri liðum landsins.
Fyrri viðureign Stjörnunnar og CS Minaur Baia Mare verður í Rúmeníu 30. ágúst eða 1. september. Síðari leikurinn fer þá fram í Hekluhöllinni í Garðabæ 6. eða 7. september.
Eftirtalin lið drógust saman í forkeppnina:
RK Partizan (SRB) – HCB Karviná (CZE).
TSV Hannover-Burgdorf (GER) – HC Alkaloid (MKD).
Mors-Thy Handball (DEN) – Saint-Raphael Var Handball (FRA).
RK Gorenje Velenje (SLO) – HC Kriens-Luzern (SUI).
Irudek Bidasoa Irun (ESP) – ABC De Braga (POR).
KGHM Chrobry Glogów (POL) – HF Karlskrona (SWE).
CS Minaur Baia Mare (ROU) – Stjarnan.
IK Sävehof (SWE) – HK Malmö (SWE).
MRK Dugo Selo (CRO) – MRK Sesvete (CRO).
Elverum Håndball (NOR) – Bathco BM Torrelavega (ESP).
BSV Bern (SUI) – MRK Čakovec (CRO).
SAH – Skanderborg (DEN) – Marítimo da Madeira Andebol SAD (POR).
Íslendingar hjá ofangreindum liðum auk Stjörnunnar:
HF Karlskrona (Svíþjóð): Ólafur A. Guðmundsson.
Skanderborg (Danmörk): Kristján Örn Kristjánsson, Donni.
IK Sävehof (Svíþjóð): Birgir Steinn Jónsson.
HC Alkaloid (N-Makedónía): Úlfar Páll Monsi Þórðarson.
Elverum Håndball (Noregur): Tryggvi Þórisson.
TSV Hannover-Burgdorf (Þýskal.): Heiðmar Felixson, aðstoðarþjálfari.
Handbolti.is fylgdist með í textalýsingu þegar dregið var í Evrópukeppni félagsliða í morgun.