Fyrsta umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik fór fram í kvöld. Nokkrir íslenskir handknattleiksmenn voru í eldlínunni með félagsliðum sínum í leikjum kvöldsins.
A-riðill:
IFK Kristianstad – Rhein-Neckar Löwen 20:26 (10:13).
– Hvorki Arnór Snær Óskarsson né Ýmir Örn Gíslason skoruðu mark fyrir RNL.
Nantes – Benfica 37:28 (19:13).
– Viktor Gísli Hallgrímsson varði 5 skot, 25%, í marki Nantes.
– Stiven Tobar Valencia skoraði ekki mark fyrir Benfica.
B-riðill:
HC Kriens-Luzern – Hannover-Burgdorf 23:31 (13:13).
– Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari H.Burgdorf.
Górnik Zabrze – AEK Aþena 30:21 (16:13).
C-riðill:
REBI Balonmano Cuenca – Sävehof 22:30 (8:14).
– Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark fyrir Sävehof.
Gorenje Velenje – Pfadi Winterthur 34:26 (19:14).
D-riðill:
RK Nexe – Skjern 39:25 (19:13).
MSK Povazska Bystrica – ABC de Braga 26:34 (15:17).
E-riðill:
Elverum – HC Lovcen-Cetinje 37:25 (17:13).
Flensburg – Kadetten 46:32 (25:11).
– Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk fyrir Flensburg.
– Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk Kadetten.
F-riðill:
Bjerringbro/Silkeborg – Logroño La Rioja 34:25 (16:13).
Alkaloid – Vojvodina 26:31 (13:15).
G-riðill:
Füchse Berlin – Chambéry 24:22 (13:10).
Dinamo Búkarest – HC Izvidac 52:24 (27:7).
H-riðill:
Sporting – Chrobry Glogow 37:20 (19:7).
– Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki mark fyrir Sporting.
Tatabánya – CSM Constanta 24:29 (9:16).