- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópumeistararnir skellu Györ og fara beint í átta liða úrslit

Katrin Gitta Klujber, leikmaður ungverska liðsins FTC, reynir að komast á milli varnarkvenna Dortmundliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórtánda umferð í Meistaradeildar kvenna fór fram um helgina en það var jafnframt lokaumferð riðlakeppninnar. Mikil spenna var á nokkrum vígstöðum en fyrir helgina áttu nokkur lið enn möguleika á að hreppa farseðilinn beint í 8-liða úrslit.

FTC, Brest og Rostov-Don áttu öll möguleika á því að ná öðru sætinu í A-riðli. Ungverska liðið FTC vann Dortmund, 23-21, og þurfti að bíða eftir úrslitum úr leik Rostov og Brest. Rússneska liðið kjöldró franska liðið og vann með 11 marka mun, 29-18, og þar með var ljóst að Rostov hreppir annað sætið í riðlinum og fer þar með beint í 8-liða úrslit.

Í B-riðli voru Evrópumeistarar Vipers og Metz í baráttunni um 2. sætið í riðlinum. Fyrir helgina voru líkurnar með franska liðinu þar sem að Vipers átti heimaleik gegn Györ en Metz útileik gegn CSKA.  Norska liðið gerði sér lítið fyrir og vann Györ, 30-29. Reynsluboltinn Katrine Lunde varði lokaskot gestanna þegar 30 sekúndur voru eftir. Leikmenn þurftu þó að bíða til sunnudags eftir úrslitum úr leik CSKA og Metz.


Útlitið var ekki gott fyrir Vipers þegar flautað var til hálfleiks í Rússlandi. Metz hafði þriggja marka forystu 15-12. CSKA-liðið mætti mun ákveðnara til leiks í síðari hálfleik og náði að snúa leiknum sér í vil og vinna með eins marks mun, 27-26. Ósigur Metz varð til þess að Vipers náði öðru sæti en franska liðið hafnaði í  þriðja og missti af sæti í átta liða úrslitum. 

Krim og Sävehof áttust við í Slóveníu í úrslitaleik um hvort liðið kæmist áfram í útsláttarkeppnina. Leikurinn varð aldrei spennandi því heimakonur náðu fljótt frumkvæðinu og unnu með fjórtán marka mun, 31-18.

Nú verður gert hlé á keppni í Meistaradeildinni en útsláttarkeppnin hefst 26. mars þar sem verður spilað heima og að heiman.

A-riðill

FTC 23-21 Dortmund (12-11)

  • 6-0 kafli hjá Dortmund í seinni hálfleik kom þýska liðinu í 19-17 forystu.
  • Síðustu 12 mínúturnar voru erfiðar fyrir Dortmundliðið sem aðeins tókst að skora tvö mörk.
  • Skyttur FTC voru í stórum hlutverkum. Alicia Stolle og Szandra Szöllosi-Zácsik skoruðu fjögur mörk hvor.
  • Þýska liði tapaði fimm síðustu leikjum sínum í riðlakeppninni.
  • Dortmund hafnar í sjötta sæti riðilsins og mætir Metz í útsláttarkeppninni.

Buducnost 27-21 Podravka (13-13)

  • Matea Pletikosic átti frábæran leik. Hún skoraði 12 mörk, sjö í fyrri hálfleik.
  • Þetta var þrettándi tapleikur Podravka í röð.
  • Sóknarleikur króatíska liðsins varð því að falli í þessum leik. Liðið var aðeins með um 47% sóknarnýtingu.
  • Þetta er stærsti sigur Buducnost í Meistaradeildinni síðan liðið vann sjö marka sigur a Podravka fyrir ári síðan.
  • Eini sigurleikur Podravka í riðlakeppninni kom í fyrstu umferð gegn Buducnost. Þetta er versti árangur Podravka í Meistaradeildinni, þ.e. einn vinningur í 14 leikjum.

Brest 18-29 Rostov-Don (9-17)

  • Franska liðið mætti til leiks með mikið sjálfstraust enda ósigrað í síðustu fimm leikjum. Rússneska liðið byrjaði betur og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum leiksins.
  • Grace Zaadi Deuna átti sinn besta leik á þessari leiktíð fyrir Rostov-Don. Hún skoraði níu mörk.
  • Þetta var aðeins þriðji tapleikur Brest í 21 leik á heimavelli.
  • Þetta er næststærsti ósigur franska liðsins í Meistaradeildinni.
  • Rostov-Don tryggði sér sæti í 8-liða úrslitunum með sigrinum en þetta er fjórða árið í röð sem liðinu lánast að ná svo langt.

CSM 29-29 Esbjerg (15-16)

  • Liðin skiptust fimm sinnum á að hafa forystu í fyrri hálfleik.
  • Enn á ný átti Kristine Breistol góðan leik fyrir Esbjerg. Hún skoraði átta mörk.
  • Cristine Neagu var markahæst í liðið CSM með 10 mörk. Hún hefur þar með skorað 894 mörk í Meistaradeildinni.
  • Henny Reistad tryggði danska liðinu annað stigið í leiknum með því að skora úr vítakasti.
  • Rúmenska liðið hafnar í fimmta sæti í riðlinum og mætir CSKA í útsláttarkeppninni en Esbjerg er hins vegar komið beint í 8-liða úrslit.

B-riðill

Vipers 30-29 Györ (16-13)

  • Þökk sé góðri markvörslu hjá Silje Solberg þa náði ungverska liðið 10-7 forystu þegar 19 mínútur voru liðnar af leiknum.
  • Heimakonur náðu þó að bæta leik sinn hægt og rólega. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu þær forystu, 12-11.
  • Miklar sveiflur voru í seinni hálfleik. Í stöðunni 25-21 fyrir Vipers skoraði Györ fimm mörk í röð.  Norska liðið neitaði að gefast upp og undir lokin og skoraði fjögur mörk í röð og vann með einu marki.
  • Í stöðunni 30-29 fékk Veronica Kristiansen möguleika til þess að jafna metin þegar 30 sekúndur voru eftir en reynsluboltinn og samherjinn í norska landsliðinu, Katrine Lunde, varði skotið frá henni.

Krim 32-18 Sävehof (12-9)

  • Bæði lið virkuðu stressuð í fyrri hálfleik, sem endurspeglaðist í að hvorugu tókst að skora í fimm mínútur.
  • Leikmenn Krim voru fljótari að hrista af sér stressið og voru með þriggja marka forystu í hálfleik. Liðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og komst fjótt sjö mörkum yfir, 19:12.
  • Barbara Arenhart markvörður Krim átti góðan leik í dag. Hún varði 14 skot.
  • Slóvenska liðið endar í sjötta sæti riðilsins með 10 stig en Sävehof hafnar í sjöunda sæti með sex stig.
  • Krim mætir FTC í útsláttarkeppninni.

Odense 37-29 Kastamonu (18-13)

  • Stórkostleg frammistaða hjá Altheu Reinhard markverði Odense gerði að verkum að danska liðið náði 11-3 forystu undir miðjan fyrri hálfleik.
  • Tyrkneska liðið náði þó að bæta sóknarleik sinn og náði að minnka muninn niður í fimm mörk fyrir hálfleik, 18:13.
  • Heimakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og komust í 10 marka forystu, 25-15. Gestir neituðu að gefast upp og tókst að minnka muninn niður í fjögur mörk, 29-25.
  • Maren Aardahl skoraði átta mörk fyrir Odense en Jovanka Radicevic var sem fyrr markahæst í tyrkneska liðinu með sex mörk.
  • Odense hreppir fimmta sæti riðilsins og leikur við Brest í útsláttarkeppninni.

CSKA 27-26 Metz (12-15)

  • Ana Gros, fyrrverandi leikmaður Metz, skoraði fimm af fyrstu sjö mörkum CSKA.
  • Undir miðjan fyrri hálfleik náði Metz 4-0 kafla og breyttu stöðunni í 13-9.
  • Rússneska liðið komu öflugar til leik í seinni hálfleik og komust í forystu, 18-17.
  • Fyrrnefnd Gros var markahæst í liði CSKA með sjö mörk. Hún meiddist í seinni hálfleik og tók ekki þátt í leiknum eftir það.
  • Tamara Horacek og Sarah Bouktit skoruðu fimm mörk hvor fyrir Metz.
  • Með þessu tapi hafnaði Metz í þriðja sæti riðilsins og mætir Dortmund í útsláttarkeppninni en CSKA mætir CSM.

Þessi lið mætast í útsláttarkeppninni:

Odense – Brest

Krim – FTC

CSM – CSKA

Dortmund – Metz

Györ, Esbjerg, Vipers og Rostov-Don fara beint í 8-liða úrslit.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -