Evrópumeistarar Frakklands sló í gærkvöldi markametið á Evrópumóti í handknattleik karla þegar liðið vann risasigur á Úkraínu, 46:26, í C-riðli í Bærum í Noregi. Ekkert landslið hefur skorað jafn mörg mörk í einum leik á EM.
Fyrra met áttu Frakkland, Noregur og Svíþjóð í sameiningu en þau höfðu öll skorað 42 mörk í einum leik á Evrópumóti.
EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar
Frakkar tryggðu sér sæti í milliriðli með sigrinum og jöfnuðu um leið annað met á Evrópumóti.
Jöfnuðu met yfir mestan markamun
Með því að vinna með 20 mörkum jafnaði Frakkland met Tékklands frá árinu 1998 yfir mestan markamun, en þá unnu Tékkar lið Norður-Makedóníu 38:18.
Markametin falla í hrönnum nú þegar Evrópumótið er nýhafið en Slóvenía og Svartfjallaland slógu metið yfir flest mörk í einum leik, 81, þegar Slóvenar unnu 41:40 í fyrstu umferð í D-riðli, sem einnig er leikinn í Bærum.


