Dregið hefur verið í riðla Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki fyrir komandi leiktíð. Evrópumeistarar Györi Audi ETO KC verða í B-riðli ásamt m.a. Vipers Kristiansand frá Noregi og dönsku meisturunum Team Esbjerg að ógleymdum þýska meistaraliðinu HB Ludwigsburg, áður Bietigheim. Tvö síðarnefndu liðin voru í undanúrslitum í vor og m.a. mættust Györi og Bietigheim í úrslitaleiknum.
Nýliðar verða í keppninni að þessu sinni eins og Nykøbing Falster Håndboldklub sem er eitt þriggja danskra liða í Meistaradeildinni. Einnig tekur rúmenska liðið CS Gloria 2018 BN þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn. CS Gloria 2018 BN vann Evrópudeildina í vor.
Storhamar Handball Elite frá Noregi, króatíska meistaraliðið HC Podravka Vegeta og rúmenska liðið Rapid Bucuresti mæta til leiks eftir árs fjarveru.
Fyrsta umferð Meistaradeildar kvenna verður leikin helgina 7. og 8. september.
A-riðill:
FTC-Rail Cargo Hungaria (Ungverjalandi).
Metz Handball (Frakklandi).
CSM Bucuresti (Rúmeníu).
Krim Mercator Ljubljana (Slóveníu).
Storhamar Handball Elite (Noregi).
Nykøbing Falster Håndboldklub (Danmörku).
HC Podravka Vegeta (Króatíu).
CS Gloria 2018 BN (Rúmeníu).
B-riðill:
Vipers Kristiansand (Noregi).
Team Esbjerg (Danmörku).
Buducnost BEMAX (Svartfjallalandi).
HB Ludwigsburg (Þýskalandi).
Györi Audi ETO KC (Ungverjalandi).
Brest Bretagne Handball (Frakklandi).
Rapid Bucuresti (Rúmeníu).
Odense Håndbold (Danmörku).