- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamen hleyptu KA-mönnum aldrei upp á dekk

Jónatan Þór Magnússon verður mættur til leiks með KA gegn Stjörnunni á morgun eftir leikbann í síðasta leik. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


ÍBV vann annan leik sinn í röð í Olísdeild karla í dag þegar liðið vann sannfærandi sigur á KA í Vestmannaeyjum, 34:30, eftir að hafa verið sex mörk yfir í hálfleik, 18:12. Með sigrinum hafði ÍBV sætaskipti við Fram og komst upp í fjórða sæti úr því fimmta með 14 stig eftir 11 leiki. KA er áfram í níunda sæti með stigin átta en liðinu tókst ekki að fylgja eftir baráttusigri á Fram á útivelli fyrir rúmri viku.


KA-menn voru síst lakari fyrsta stundarfjórðunginn í Eyjum í dag. Þeir voru yfir, 10:8, þegar leiktíminn í fyrri hálfleik var hálfnaður. Eftir það lokuðu Eyjamenn vörn sinni og nýttu einnig sóknir sínar betur og komu þar með í veg fyrir hraðaupphlaup gestanna. Í framhaldinu kom 10:2 kafli ÍBV fram að hálfleik.
KA tókst að minnka muninn í tvö mörk, 25:23, í þegar á leið síðari hálfleik og aftur í þrjú mörk, 29:26. Nær komust þeir ekki.


Maður leiksins var tvímælalaust Patrekur Stefánsson sem skoraði 13 mörk fyrir KA, ekkert úr vítakasti. Eins átti Bruno Bernat afar góðan leik í marki KA.


Dagur Arnarsson og Janus Dam Djurhuus voru mjög öflugir í liði ÍBV en einnig Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðarson í vörninni ásamt Arnóri Viðarssyni. Róbert fékk þriðju brottvísun eftir 37 mínútu og kom ekkert við sögu eftir það.


Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 8, Janus Dam Djurhuus 6, Dagur Arnarsson 5, Arnór Viðarsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Elmar Erlingsson 3/3, Róbert Sigurðarson 2, Svanur Páll Vilhjálmsson 1, Dánjal Ragnarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 7, 19% – Jóhannes Esrea Ingólfsson 0.
Mörk KA: Patrekur Stefánsson 13, Einar Rafn Eiðsson 7/3, Einar Birgir Stefánsson 4, Gauti Gunnarsson 3, Dagur Gautason 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 14, 44% – Nicholas Satchwell 4, 20%.

Staðan í Olísdeild karla: (uppfærð eftir leiki á sunnudagskvöldi).

Valur111001377 – 30920
Afturelding10622301 – 27514
FH10622291 – 28514
ÍBV11623368 – 33414
Stjarnan11533327 – 31413
Fram12534357 – 35413
Selfoss11515321 – 32911
Grótta10325269 – 2698
KA11326313 – 3318
Haukar10316290 – 2847
ÍR10217281 – 3425
Hörður110110317 – 3861

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -