- Auglýsing -
Eyþór Ari Waage hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2027. Eyþór er fæddur árið 1999 og er fæddur og uppalinn ÍR-ingur. Hann leikur í stöðu vinstri hornamanns og hefur skorað 27 mörk í fyrstu átta leikjum tímabilsins í Olísdeildinni.
„Það eru sannkölluð gleðitíðindi að Eyþór haldi tryggð við heimahagana enda mikilvægur hlekkur innan sem utan vallar,“ segir m.a. í tilkynningu ÍR.
- Auglýsing -




