Serbneska landsliðið hefur fengið heimild Handknattleikssambands Evrópu til þess að taka þátt í Evrópumótinu í handknattleik kvenna í Danmörku. Heimildin var veitt eftir að þeir sem eftir standa í serbneska hópnum reyndust neikvæðir við skimun fyrir kórónuveirunni í morgun.
Í gær greindist einn leikmaður smitaður og annar í fyrrdag. Af þeim sökum var viðureign Serba og Hollendinga sem fram átti að fara í gær frestað. Leikurinn verður í kvöld. Leik Serba og Ungverja sem til stóð að færi fram á morgun hefur verið seinkað fram á mánudag.
Tveir leikmenn Serba eru í einangrun og sá þriðji verður áfram í sóttkví fram á morgundaginn, hið minnsta þar sem hann var útsettur fyrir smiti.
Leikur Serba og Hollendinga hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður hægt að fylgjast með honum á ehvtv.com.
FRÉTTAVAKTIN - Handbolti.is:
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Nýlegt á handbolti.is
- Auglýsing -