- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar mæta með hörkulið gegn Íslendingum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik mætir færeyska landsliðinu í Þórshöfn 15. október í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna. Claus Mogensen og Simon Olsen þjálfarar færeyska landsliðsins hafa valið 16 leikmenn sem mæta Svíum 12. október og Íslendingum þremur dögum síðar. Færeyingar eru með sterkt lið og ljóst að íslenska landsliðsins bíður snúið verkefni í Høllinni á Hálsi sunnudaginn 15. október.


Af 16 leikmönnum leika fimm úr færeyska landsliðinu með liðum í dönsku úrvalsdeildinni og ein er með liði í næst efstu deild, TMS Ringsted. Þar að auki er ein sem leikur með norska úrvalsdeildarliðinu Follo HK, Annika Fríðheim Petersen markvörður. Hún lék hér á landi í rúm tvö ár með Haukum við góðan orðstír. Eftir að Annika kvaddi Hauka snemma árs í fyrra gekk hún til liðs við Nykøbing-Falster en fluttist til Noregs í sumar.

Öflugar í Danmörku

Athyglisvert er að sjá hvað færeysku handknattleikskonurnar sem leika í Danmörku eru í veigamiklum hlutverkum hjá félagsliðum sínum. Rakel Wardum varði til að mynda 9 skot, 29%, í viðureign Ringkøbing og Ajax í fyrrakvöld. Súna Krossteig Hansen var markahæst og skoraði sjö mörk fyrir Ajax og Brynhild Pálsdóttir eitt.

Pernille Brandenborg skoraði tvö mörk fyrir København Håndbold í sigri á Ikast, 30:29. Ikast er lið sem hefur gert það gott í Meistaradeildinni á síðustu vikum og vann Evrópudeildina í vor.

Jana Mittún, systir hins stórefnilega Óla, skoraði fjórum sinnum fyrir Viborg í sigurleik á Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.

Turið Arge Samuelsen, sem lék í skamman tíma með Haukum, fyrir fáeinum árum varð lang markahæsti leikmaður færeysku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hún leikur heima með Kyndli.

Síðast en ekki síst þá lék Natasja Hammer í tvö ár með Haukum, frá 2021 og þangað til í sumar.

Markverðir:
Annika Fríðheim Petersen, Follo HK.
Rakul Wardum, Ringkøbing Håndbold.
Hornamenn:
Rannvá Olsen, VÍF.
Turið Arge Samuelsen, Kyndil.
Guðrið á Borg, H71.
Brynhild Pálsdóttir, Ajax København.
Lív S. Poulsen, TMS Ringsted.
Línumenn:
Brynja Høj, Neistin.
Bjarta Osberg Johansen, Kyndil.
Pernille Brandenborg, København Håndbold.
Miðjumenn og skyttur:
Bjørk Franksdóttir Joensen, Neistin.
Elsa Egholm, H71.
Maria Pálsdóttir Nolsøe, Neistin.
Súna Krossteig Hansen, Ajax København.
Jana Mittún, Viborg HK.
Natasja Hammer, StÍF.

Kvennalandsliðið fer til Færeyja laugardaginn 14. október og leikur í Þórshöfn sunnudaginn 15. október. HSÍ hefur í samstarfi við Icelandair ákveðið að bjóða stuðningsmönnum liðsins að fylgja liðinu til Færeyja. Leiguvél Icelandair flýgur frá Reykjavíkurflugvelli 14. október kl. 9.30 og fer til baka frá Færeyjum kl. 21 að kveldi sunnudagsins 15. október. Áætluð lending í Reykjavík er 21.50. Frekari upplýsingar um ferðina er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -