- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyska landsliðið sem mætir Íslandi hefur verið valið

Thea Imani Sturludóttir í þann mund að skora mark í viðureign Færeyja og Íslands í Þórshöfn í október á síðasta ári. Mynd/HSF/Álvur Haraldsen
- Auglýsing -

Þjálfarar færeyska kvennalandsliðsins í handknattleik, Claus Mogensen og Simon Olsen, hafa valið þá 16 leikmenn sem þeir ætla að tefla fram í tveimur síðustu leikjum liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Síðari leikurinn af tveimur verður við íslenska landsliðið á Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl.

Ef að líkum lætur munu úrslit leiksins ráða því hvort liðið hreppir annað sæti 7. riðils undankeppninnar og eiga þar með sæti víst í lokakeppni EM sem fram fer nærri árslokum í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss.

Góðar líkur er á að liðið sem hafnar í þriðja sæti öðlist einnig þátttökurétt á EM en fjögur lið af átta sem hafna í þriðja sæti í riðlum í undankeppninni fá einnig farseðil á Evrópumótið.

Áður en færeyska landsliðið kemur hingað til lands mætir það sænska landsliðinu í Þórshöfn hinn 3. apríl. Sama dag leikur íslenska landsliðið gegn landsliði Lúxemborg ytra.

Sex af sextán leikmönnum færeyska hópsins leika með félagsliðum í Danmörku og í Noregi.

Íslenski landsliðshópurinn verður kynntur til sögunnar á morgun eftir því sem næst verður komist.

Markverðir:
Annika Fríðheim Petersen, Follo HK.
Rakul Wardum, Ringkøbing Håndbold.
Aðrir leikmenn:
Rannvá Olsen, VÍF.
Hervør Niclasen, Neistin.
Karin Egholm, H71.
Lív Sveinbjørnsdóttir Poulsen, TMS Ringsted.
Anna Elisabeth Halsdóttir Weyhe, H71
Turið Arge Samuelsen, Kyndil.
Brynja Høj, Neistin.
Bjarta Osberg Johansen, Kyndil.
Pernille Brandenborg, København Håndbold.
Bjørk Franksdóttir Joensen, Neistin.
Elsa Egholm, H71.
Maria Pálsdóttir Nólsoy, Neistin.
Súna Krossteig Hansen, Ajax København.
Jana Mittún, Viborg HK.

7.riðill, staðan:

Svíþjóð4400150:848
Ísland4202107:1114
Færeyjar4202116:1024
Lúxemborg400468:1440

Úrslit leikja til þessa:
Ísland – Lúxemborg 32:14 (19:7).
Svíþjóð – Færeyjar 37:20 (19:13).
Færeyjar – Ísland 23:28 (12:11).
Lúxemborg – Svíþjóð 17:39 (7:15).
Lúxemborg – Færeyjar 16:34 (9:16).
Ísland – Svíþjóð 24:37 (12:17).
Svíþjóð – Ísland 37:23 (18:11).
Færeyjar – Lúxemborg 39:21 (17:9).

EM kvenna ’24: Úrslit og staðan – 3. og 4. umferð

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -