- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

„Fannst þetta vera svolítið rifið af okkur“

- Auglýsing -

„Ég er mjög stoltur af frammistöðunni og liðinu. Mér fannst við eiga mun meira skilið út úr þessum leik,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, við handbolta.is eftir svekkjandi tap gegn því danska í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld.

„Leikurinn þróaðist einhvern veginn þannig að þeir náðu yfirhöndinni og héldu henni en ég er mjög stoltur af frammistöðunni. Þetta var ógeðslega svekkjandi. Mér fannst þetta vera í okkar höndum og vera svolítið rifið af okkur.“ bætti Elliði við.

Ísland stóð vel í Danmörku en laut í lægra haldi

Spurður hvað hann ætti við með því að eitthvað hafi verið rifið af íslenska liðinu sagði Elliði:

„Mér fannst það ekki hafa áhrif á okkur en það hafði áhrif á einhverja að það voru 15.000 Danir í höllinni. Ég get sagt það.“

Því miður bronsleikur en ekki gullleikur

Í kvöld sleikir íslenska liðið sárin og undirbýr sig svo fyrir bronsverðlaunaleik gegn Króatíu á sunnudag.

„Það er ekkert annað. Það breytir ekki neinu í því sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að vinna í dag og við ætluðum að vinna á sunnudaginn. Fyrst við töpuðum í dag ætlum við samt að vinna á sunnudaginn.

Þessi úrslit í dag skipta ekki máli. Við ætluðum okkur alltaf að fara fókuseraðir og á fullu inn í sunnudagsleikinn. Því miður er það bronsleikurinn en ekki gullleikurinn. En við tökum því verkefni bara fagnandi,“ sagði Elliði Snær Viðarsson að lokum við handbolta.is

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -