- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fara frá Ásvöllum og yfir í Kaplakrika

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Króatísku handknattleikskonurnar Ena Car og Lara Židek, sem léku með Haukum á síðasta keppnistímabili leika áfram hér á landi á næstu leiktíð þótt þær verði ekki áfram liðsmenn Hauka. Samkvæmt heimildum handbolta.is leituðu Zidek og Car ekki langt yfir skammt því báðar munu hafa samið um að leika með FH í Grill 66-deildinni á komandi leiktíð.


Samningar eru í höfn og Car og Zidek væntanlegar til æfinga með FH upp úr næstu mánaðamótum. Ljóst er að þær munu styrkja mikið ungt lið á FH mikið á komandi keppnistímabili.

Car lék mikið með Haukum á síðasta tímabil en Židek mun minna. Hún er aðeins skráð með fimm leiki í Olísdeildinni. Auk þess að leika með Haukum var Židek með Selfossi í Grill66 deild kvenna tímabilið 2020-2021 en var ein nokkurra leikmanna liðsins þann vetur sem meiddist illa og var talsvert frá.

Car er skytta en Židek miðjumaður auk þess að vera frambærilegar í hlutverkum varnarmanna.

Nokkrar breytingar hafa orðið hjá FH frá síðasta keppnistímabili. M.a. hefur Árni Stefán Guðjónsson tekið við þjálfun og leikmennirnir Emilía Ósk Steinarsdóttir og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir snúið í heimahagana. Sigrún Jóhannsdóttir er aftur á móti flutti til Noregs. Fleiri upplýsingar er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -