Kórdrengir fara stigalausir í jólafrí í Grill 66-deild karla eftir níunda tapið í dag. Að þessu sinni var ungmennalið Fram sterkara en liðsmenn Kórdrengja liðin öttu kappi á Ásvöllum í dag. Þegar upp var staðið munaði sjö mörkum á liðunum, 35:28, en fimm mörkum munaði eftir fyrri hálfeikinn á Ásvöllum, 18:13.
Framarar geta nokkuð vel við unað að ljúka árinu með níu stig eftir níu leiki í fimmta sæti deildarinnar. Kórdrengir verða að bíta í skjaldarrendur á nýju ári ætli þeir sér í úrslitakeppnina í vor.
Mörk Kórdrengja: Egill Björgvinsson 7, Egidijus Mikalonis 6, Ragnar Áki Ragnarsson 5, Arne Karl Wehmeier 3, Logi Aronsson 3, Gunnar Valur Arason 2, Hrannar Máni Gestsson 1, jarki Björgvinsson 1.
Varin skot: Viktor Bjarki Ómarsson 17.
Mörk Fram U.: Elí Falkvard Traustason 9, Eiður Rafn Valsson 8, Aron Örn Heimisson 6, Agnar Daði Einarsson 3, Arnþór Sævarsson 3, Róbert Árni Guðmundsson 3, Arnór Máni Daðason 1, Sigurður Bjarki Jónsson 1, Tindur Ingólfsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 8, Breki Hrafn Árnason 6.
Staðan í Grill 66-deild karla.
Tveimur leikjum er ólokið í Grill66-deild karla fyrir jólaleyfi.