- Auglýsing -
Feðgarnir Gústav Daníelsson og Björgvin Páll Gústavsson markvörður landsliðsins féllust í faðma eftir viðureign Íslands og Kúbu í Zagreb Arena í gærkvöld. Gústav er eins og oftast áður úti í stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í handknattleik og hvetur son sinn og liðsfélaga óspart áfram ásamt konu sinni Guðrúnu Jóhönnu Axelsdóttur.
Fundum þeirra feðga bar saman eftir sigur Íslands á Kúbu í gærkvöld, 40:19, í Zagreb Arena eftir að leikmenn landsliðsins höfðu þakkað fyrir stuðninginn og tekið undir með söng Óðins Valdimarssonar í laginu Ég er kominn heim.
Sjá einnig: „Ég er kominn heim!“
Björgvin Páll skoraði sitt 25. landsliðsmark – þar af 11. á HM
- Auglýsing -