- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fengu skell í heimsókn til meistaranna

Bjarki Már Elísson, Lemgo. Mynd/GWD Minden
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo fengu skell í kvöld er þeir sóttu meistaralið THW Kiel heim. Meistararnir léku við hvern sinn fingur og fengu leikmenn ekki við neitt ráðið. Lokatölur 32:19 fyrir Kiel eftir að liðið var sjö mörkum yfir, 16:9, að loknum fyrri hálfleik.

Eftir að leikmenn Lemgo höfðu skorað tvö fyrstu mörkin tóku heimamenn öll völd í leiknum. Danki markvörðurinn Niklas Landin lék leikmenn Lemgo grátt og var með 44% markvörslu þegar upp var staðið á bak við öfluga vörn samherja sinna.


Bjarki Már var markahæstur hjá Lemgo með fimm mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. Svíinn Niclas Ekberg var markahæstur hjá Kiel með níu mörk. Harald Reikind var næstur með sjö mörk og Patrick Wiencek skoraði sex mörk.


Úrslit dagsins í þýsku 1. deildinni:

Flensburg – Magdeburg 30:27.
Göppingen – Stuttgart 34:32.
GWD Minden – Balingen-Weilstetten 23:23.
THW Kiel – TBV Lemgo 32:19.Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -