- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fer Györ taplaust inn í EM-hléið?

Ungverska liðið Györ mætir Brest í undanúrslitum Meistaradeildar á morgun. Györ er ríkjandi meistari frá árinu 2019. Ekki var leikið til úrslita á síðasta ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Um helgina fer fram níunda umferðin í Meistaradeild kvenna og er það jafnframt síðasta umferðin áður en Evrópumeistaramótið hefst í Danmörku. Það verður boðið uppá fimm leiki um helgina þar sem meðal annars Brest tekur á móti Odense og eins verður fróðlegt að sjá hvort að ungverska liðinu Györ tekst að bæta met sitt yfir fjölda leikja án taps.

Leikir helgarinnar

A-riðill

Krim – FTC | Laugardagur 21. nóvember kl. 15.00

  • Um síðustu helgi sigraði FTC þýska liðið Bietigheim og var það jafnframt sigurleikur númer 90 hjá ungverska liðinu í Meistaradeildinni en aðeins fimm lið hafa unnið fleiri leiki í sögu keppninnar.
  • FTC vonast til þess að ná öðrum sigurleiknum sínum í röð og það yrði þá í fyrsta skiptið á þessu tímabili sem þeim tækist það.
  • Brasilíska skyttan Samara Vieira er markahæsti leikmaður Krim til þessa en hún hefur skorað 39 mörk í sex leikjum. Hjá FTC er það Katrin Klujber sem hefur verið atkvæðamest en hún hefur skorað 28 mörk í fjórum leikjum.
  • FTC sigraði fyrri leik þessara liða 32-25 fyrir þremur vikum síðan og eins hefur ungverska liðið sigrað í fjórum af síðustu fimm leikjum þessara liða.

Esbjerg – Metz | Sunnudagur 22.nóvember kl. 13.00

  • Esbjerg á það á hættu að tapa sínum fjórða leik í röð ef þær tapa þessum leik og það yrði í fyrsta skipti í sögu félagsins í Meistaradeildinni sem það ætti sér stað.
  • Vegna mikilla meiðslavandræða ákváðu forráðarmenn Esbjerg að fá spænsku landsliðskonuna Nerea Pena til liðs við liðið í síðustu viku.
  • Metz hefur ekki tekist að fá stig í þeim tveimur útileikjum sem liðið hefur spilað til þessa, en þær hafa tapað gegn CSM og Rostov og fengið á sig samtals 61 mark í þeim leikjum.
  • Liðin hafa mæst þrisvar sinnum áður í Meistaradeildinni og allir leikirnir hafa verið á þessu ári, Metz hefur unnið einn, Esbjerg unnið einn og einum leik lauk með jafntefli.

B-riðill

Györ – Buducnost | Laugardagur 21.nóvember kl. 18.00

  • Györ deilir toppsæti riðilsins með Brest en bæði lið hafa 12 stig, en ungverska liðið hefur leikið einum leik færra.
  • Györ er eina liðið í B-riðli sem er taplaust og það sem meira er þá hefur liðið ekki tapað í 44 leikjum í röð núna og síðasti tapleikur liðsins var í október 2018.
  • Buducnost hefur spilað vel að undanförnu en liðið hefur fengið fimm stig út úr síðustu þremur leikjum.
  • Allison Pineau mun ekki getað spilað með Buducnost að þessu sinni vegna þess að hún nefbrotnaði í leik liðsins um síðustu helgi. Reyndar verður hún einnig af EM.
  • Liðin hafa spilað 21 viðureign þar sem að Györ hefur unnið 14 þeirra en Buducnost þrjár.
  • Sjötta mark Buducnost í þessum leik verður heldur betur sögulegt en þá verður liðið það fyrsta í sögu Meistaradeildarinnar til þess að rjúfa 7.000 marka múrinn.

Brest – Odense | Sunnudagur 22.nóvember kl. 15.00

  • Bæði þessi lið unnu sína leiki um síðust helgi.
  • Brest situr á toppi riðilsins ásamt Györ eftir að hafa unnið þrjá síðustu leiki sína í riðlinum.
  • Eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð gerði Odense sér lítið fyrir um síðustu helgi og urðu fyrsta liðið til þess að leggja nýliðana í CSKA að velli.
  • Odense er í fjórða sæti riðilsins með 10 stig aðeins tveimur stigum á eftir toppliðunum Brest og Györ.
  • Ana Gros stórskyttan í liði Brest er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar en hún er búin að skora 61 mark og þar af 14 mörk sem hún skoraði í fyrri leik þessara liða.

Podravka – CSKA | Sunnudagur 22.nóvember kl. 15.00

  • Podravka er búið að tapa fimm leikjum í röð og þær eru í sjöunda sæti riðilsins en CSKA sem töpuðu sínum fyrsta leik um síðustu helgi eru í því þriðja.
  • Nýliðunum í CSKA mistókst að ná toppsæti riðilsins um síðustu helgi.
  • Podravka spilaði tvo leiki gegn Brest um síðustu helgi þar sem liðið tapaði báðum leikjunum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -