FH varð bikameistari í 4. flokki karla eftir sigur á HK í úrslitaleik Powerade-bikarsins Ásvöllum, 31:26. Úrslitaleikir yngri flokka fóru fram samhliða úrslitaleikjum meistaraflokkana.
FH-ingurinn, Brynjar Narfi Arndal, var valinn mikilvægsti maður leiksins. Hann skoraði m.a. 15 mörk.
HK var lengi vel með yfirhöndina í viðureigninni, m.a. 15:12 þegar fyrri hálfleikur var að baki.
Mörk FH: Brynjar Narfi Arndal 15, Daníel Breki Þorsteinsson 6, Jón Sverrir Björgvinsson 5, Róbert Hugi Sævarsson 2, Stefán Kári Daníelsson 2, Benedikt Einar Helgason 1.
Mörk HK: Daníel Breki Harrason 11, Atli Hrafn Gunnarsson 4, Bjarki Freyr Sindrason 4, Árni Valur Steinarsson 3, Jakob Már Kjartansson 2, Alexander Sigursteinsson 1, Júlíus Elfar Valdimarsson 1.