FH-ingar gáfu liðsmönnum Fjölnis/Fylkis engin grið í viðureign þeirra í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. FH var með yfirburði í leiknum og vann með 10 marka mun, 31:21, eftir að hafa verið átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:11.
Svipað var upp á teningnum þegar ungmennalið Vals sótti ungmennalið HK heim í Kórinn dag, einnig í Grill 66-deldinni. Valur vann með nokkrum yfirburðum, 36:25, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik, 16:14.
Fjölnir/Fylkir og HK U eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Valur mjakaði sér upp í 7. sæti og þriðja neðsta. FH er sem fyrr í fimmta sæti.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.
FH – Fjölnir/Fylkir 31:21 (19:11).
Mörk FH: Hildur Þorgeirsdóttir 5, Hildur Guðjónsdóttir 5, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 5, Thelma Dögg Einarsdóttir 4, Emma Havin Sardardóttir 4, Karen Hrund Logadóttir 3, Aníta Björk Valgeirsdóttir 2, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1, Telma Medos 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 8, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 3.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Sara Björg Davíðsdóttir 8, Guðrún Erla Bjarnadóttir 5, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 3, Eyrún Ósk Hjartardóttir 1, Kristjana Marta Marteinsdóttir 1, Ada Kozicka 1, Svava Lind Gísladóttir 1, Hanna Hrund Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 4, Oddný Björg Stefánsdóttir 4.
HK U – Valur U 25:36 (14:16).
Mörk HK U.: Amelía Laufey Gunnarsdóttir 6, Guðbjörg Erla Steinarsdóttir 3, Sandra Rós Hjörvarsdóttir 3, Ágústa Rún Jónasdóttir 3, Mattý Rós Birgisdóttir 3, Auður Katrín Jónasdóttir 2, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 2, Inga Fanney Hauksdóttir 1, Stella Jónsdóttir 1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Þórfríður Arinbjarnardóttir 9, Íris Eva Gísladóttir 1.
Mörk Vals U.: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 7, Brynja Katrín Benediktsdóttir 6, Guðrún Hekla Traustadóttir 6, Karlotta Óskarsdóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 4, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Sunna Thoroddsen Friðriksdóttir 3, Ingibjörg Fía Hauksdóttir 2, Hildur Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 14, Anna Karólína Ingadóttir 2.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.