- Auglýsing -
FH getur komist í efsta sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld takist liðinu að vinna Fjölni/Fylki í viðureign liðanna í Dalhúsum í kvöld. Flautað verður til leiks í Dalhúsum klukkan 19.30. Þetta er eini leikurinn sem er á dagskrá Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld, a.m.k. í meistaraflokkum. Áhorfendur eru velkomnir á leikinn í Dalhúsum í kvöld.
FH er í öðru sæti Grill66-deildarinnar með 22 stig eftir 14 leiki og er stigi á eftir Selfossi sem er efst. Selfoss á þegar leik til góða á FH-inga eftir að fresta varð viðureign ÍR og Selfoss sem fram átti að fara í gærkvöld. ÍR er stigi á eftir FH og á einnig leik til góða.
Spennan er því mikil í keppninni um efstu sætin í Grill66-deild kvenna. Efsta liðið þegar upp verður staðið í vor fer rakleitt upp í Olísdeildina en þau sem hafna í öðru og þriðja sæti fara í umspil um sæti og sú leið upp í deildina getur reynst torsótt eins og dæmin sanna.
Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.
- Auglýsing -