- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar fóru illa með HK-inga í Kaplakrika

Ásbjörn Friðriksson að skora eitt marka sinn í leiknum við HK í kvöld. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Íslandsmeistarar FH voru í ekki í vændræðum með HK í fyrsta leik liðanna í átta úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Yfirburðir FH-inga voru miklir, ekki síst í síðari hálfleik þegar þeir voru mest 15 mörkum yfir. Ellefu mörk skildu liðin að þegar upp var staðið, 32:21. Forskot FH var sex mörk að loknum fyrri hálfleik, 15:9.


Liðin mætast öðru sinni í Kórnum í Kópavogi á mánudaginn klukkan 18.30. Ef HK-ingum tekst ekki betur upp á heimavelli ljúka þeir keppni á mánudagskvöldið.

Jóhannes Berg Andrason, FH, og Aron Dagur Pálsson, HK, eigast við. Ljósmynd/J.L.Long

FH tók yfirhöndina strax í upphafi leiksins. HK-inga héldu aðeins á móti framan af en síðan skildu leiðir. Síðari hálfleikur var hrein einstefna af hálfu FH-inga.

Ellefu leikmenn FH skoruðu mörkin. Sigursteinn Arndal náði að dreifa álaginu vel auk þess sem báðir markverðirnir komu við sögu. Daníel Freyr Andrésson var frábær í markinu og var með yfir 50% markvörslu þegar Birkir Fannar Bragason hljóp í skarðið fyrir hann. Á sama tíma var markvarslan lítil hjá HK.

Birna Íris Helgadóttir stjórnarkona í handknattleiksdeild FH, Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Bjarni Garðarsson formaður handknattleiksdeildar FH. Ljósmynd/J.L.Long

500 leikir hjá Ásbirni

Ásbjörn Friðriksson var heiðraður fyrir leikinn en hann er einn fárra sem leikið hefur 500 meistaraflokksleiki fyrir félagið. Fylgir hann í kjölfar Birnu Írisar Helgadóttur sem fékk þakklætisvott frá FH á dögunum fyrir að ná að rjúfa 500 leikja múrinn.

Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni 2025

Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 7, Ásbjörn Friðriksson 5/2, Símon Michael Guðjónsson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Gunnar Kári Bragason 4, Birgir Már Birgisson 2, Einar Sverrisson 2, Garðar Ingi Sindrason 1, Jón Bjarni Ólafsson 1, Þórir Ingi Þorsteinsson 1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 13, 52% – Birkir Fannar Bragason 3, 25%.

Mörk HK: Sigurður Jefferson Guarino 4, Leó Snær Pétursson 3/2, Haukur Ingi Hauksson 3, Andri Þór Helgason 2, Ágúst Guðmundsson 2, Júlíus Flosason 2, Tómas Sigurðarson 2, Kári Tómas Hauksson 1, Hjörtur Ingi Halldórsson 1, Elmar Franz Ólafsson 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 7, 22,6% – Róbert Örn Karlsson 2, 28,6%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -