- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar höfnuðu í öðru sæti á Partille

Leikmenn 5. flokks FH sem höfnuðu í 2. sæti á Partille Cup ásamt þjálfara sínum Árna Stefánssyni. Mynd/Partille Cup
- Auglýsing -

Strákarnir í 5. flokki FH, eldra ár (drengir fæddir 2010) hrepptu silfurverðlaun í 14 ára flokki á Partille Cup-handknattleiksmótinu sem lauk síðdegis í dag. FH-ingar töpuðu úrslitaleiknum fyrir RK Zagreb frá Króatíu með eins marks mun, 13:12, eftir sannkallaða háspennu. Þjálfari FH-liðsins er Árni Stefánsson. Liðið vann 8 leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik.

RK Zagreb var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 7:5. FH-ingar jöfnuðu, 10:10, í síðari hálfleik og eftir það var jafnt á öllum tölum þangað til í lokin að naumur sigur féll Króötum í skaut.

Yngri árgangur 5. flokks FH, drengir fæddir 2011, komst í 16-liða úrslit á Partille. Liðið vann fimm leiki og tapaði einum.

FH-ingar, eins og nærri fimm tugir íslenskra liða frá 11 félögum með yfir 500 keppendum, hafa staðið í ströngu á Partille síðan á mánudagsmorgun. Sjaldan hafa fleiri unglingar frá Íslandi verið á meðal þátttakenda í þessu árlega handknattleiksmóti sem er það fjölmennasta sem haldið er í heiminum ár hvert.

Faceook-síða Partille Cup.

Högni fékk háttvísisverðlaun á Partille Cup

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -