- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar koma heim með bronsverðlaun

FH-ingar sælir og glaðir eftir að hafa náð frábærum árangri á Partille cup. Mynd/FH
- Auglýsing -

Strákarnir í 5. flokki FH gerðu sér lítið fyrir og unnu til bronsverðlauna í B14 ára flokki á Partille cup mótinu í handknattleik sem lauk í Gautaborg í gær. Mótið er fjölmennasta yngriflokkamót í handknattleik sem haldið er í heiminum ár hvert.


FH-liðið, sem er skipað leikmönnum fæddum 2008, vann átta leiki á mótinu en tapaði naumlega einum leik. Sannarlega stórglæsilegur árangur hjá FH-ingum en þeir voru annað íslenska liðið sem vann til verðlauna á mótinu að þessu sinni. Fyrr hefur verið greint frá gullverðlaunum KA-pilta í 3. flokki, B16.


Lið FH er skipað eftirtöldum leikmönnum, Almar Andri Arnarsson, Brynjar Narfi Arndal, Ernir Guðmundsson, Gunnar Hjaltalín, Ingvar Héðinn Kristjánsson, Jóhannes Andri Hannesson, Kristján Helgi Bragason, Ólafur Breki Bertelsson, Ómar Darri Sigurgeirsson, Styrmir Ási Kaiser, Vilhelm Henrý Hjaltason.
Þjálfarar flokksins eru Hilmir Lundevik og Ísak Rafnsson.


Alls tóku ríflega 50 lið frá 12 félögum á Íslandi þátt i Partille cup að þessu sinni en mótið var haldið i fyrsta sinn frá árinu 2019.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -