- Auglýsing -
Drengirnir í 5. flokki FH koma heim í dag með silfurverðlaun frá þátttöku sinni á Norden Cup handknattleiksmótinu í Gautaborg, óopinberu Norðurlandamóti félaga yngri flokka. Mótið hófst 27. desember og lauk í gær.
Piltarnir stóðu sig frábærlega á mótinu en hittu fyrir ofjarla sína, sænska liðið Kungälvs, þegar kom að úrslitaleiknum í gær.
FH sló m.a. út sterkt lið Selfoss í 8-liða úrslitum. Selfoss lenti í 5. sæti en Selfyssingar voru með þrjú lið á mótinu, drengi og stúlkur. Frábær árangur íslensku liðanna.
Þjálfarar FH-liðsins eru Örn Ólafsson og Andri Úlfarsson.
- Auglýsing -