- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar sýndu sparihliðarnar – Haukar unnu einnig

Jóhannes Berg Andrason mætti til leiks í dag eftir meiðsli og tók þátt í sigurleik FH á Ísafirði. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar voru mikið öflugri í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld og unnu Aftureldingu með fimm marka mun, 38:33, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19:13. FH situr þar með eitt í öðru sæti Olísdeildar eftir 11 leiki með 16 stig og er fjórum stigum á eftir Val.

Leikmennn FH þakka áhorfendum fyrir stuðninginn eftir sigurinn í kvöld. Mynd/J.L.Long


Mikið var um dýrðir í Kaplakrika í kvöld. Áður en flautað var til leiks var goðsögnin Geir Hallsteinsson heiðraður af félögum sínum og bæjarfélagi í glæsilegri athöfn þar sem forseti Íslands flutti stutt ávarp. Hátíðin hélt áfram hjá FH-ingum eftir að flautað var til leiks.


Stundin fyrir leikinn virtist hleypa miklum krafti í leikmenn FH sem léku við hvern sinn fingur lengst af í fyrri hálfleik. Slíkt hið sama verður ekki sagt um leikmenn Aftureldingar sem náðu sér lítt á strik. Varnarleikurinn var í molum og sóknarleikurinn gekk ekki sem skildi.

Jón Bjarni Ólafsson, FH, kröppum dans gegn þremur Mosfellingum, Þorsteini Leó Gunnarssyni, Birki Benediktssyni og Gesti Ólafi Ingvarssyni. Mynd/J.L.Long


Framan af síðari hálfleik gáfu FH-ingar ekkert eftir og smátt og smátt virtust leikmenn Aftureldingar sætta sig við orðinn hlut og fimmtánda tap Aftureldingar í 19 leikjum fyrir FH var staðreynd. Um leið var þetta áttundi leikur FH í röð í deildinni án taps.


Ásbjörn Friðriksson mætti til leiks eftir nokkurra vikna fjarveru. Hann lék Aftureldingarmenn grátt með því að sýna allar bestu hliðarnar. Jóhannes Berg Andrason lék sinn besta leik fyrir FH. Fleiri liðsmenn Hafnarfjarðarliðsins fóru á kostum, ekki síst í vörninni.

Einar Bragi Aðalsteinsson, FH, sleppur á milli Þorsteins Leós Gunnarssonar og Árna Braga Eyjólfssonar. Mynd/J.L.Long

FH – Afturelding 38:33 (19:13).
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 11/3, Jóhannes Berg Andrason 10, Jakob Martin Ásgeirsson 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Jón Bjarni Ólafsson 2, Ágúst Birgisson 2, Einar Örn Sindrason 2, Birgir Már Birgisson 1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1.
Varin skot: Phil Döhler 13/1, 31%.
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 9/1, Þorsteinn Leó Gunnarsson 8, Einar Ingi Hrafnsson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Birkir Benediktsson 4, Ihor Kopyshynskyi 3.
Varin skot: Jovan Kukobat 10, 27% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 3, 21,4%.

Haukar færðist upp um tvö sæti

Haukar færðust upp í áttunda sæti Olísdeildar karla með sigri á ÍR á Ásvöllum, 30:26, þar sem þeir voru með yfirhöndina frá upphafi til enda. Tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 16:14. ÍR er áfram í næst neðsta sæti með fimm stig eftir 11 leiki.


Haukar komust fimm mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleik, 9:4, áður en ÍR-ingar komu til baka og minnkuðu muninn í 11:10. Nær komst gestirnir ekki fyrr en í byrjun síðari hálfleiks þegar aftur munaði einu marki, 16:15. Haukar voru annars allt með tveggja til fjögurra marka forskot og unnu þar með sanngjarnan sigur.


Haukar – ÍR 30:26 (16:14)
Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 9/1, Andri Már Rúnarsson 6, Heimir Óli Heimisson 5, Stefán Rafn Sigurmannsson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Geir Guðmundsson 1, Össur Haraldsson 1, Adam Haukur Baumruk 1, Atli Már Báruson 1.
Varin skot: Matas Pranckevicus 9, 37,5% – Magnús Gunnar Karlsson 5, 31,3%.
Mörk ÍR: Arnar Freyr Guðmundsson 6/3, Dagur Sverrir Kristjánsson 6, Viktor Sigurðsson 5, Sveinn Brynjar Agnarsson 4, Úlfur Gunnar Kjartansson 3, Bjarki Steinn Þórisson 1, Friðrik Hólm Jónsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 11, 26,2%.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur111001377 – 30920
FH11722329 – 31816
Afturelding11623334 – 31314
ÍBV11623368 – 33414
Stjarnan11533327 – 32413
Fram12534357 – 35413
Selfoss11515321 – 32911
Haukar11416320 – 3109
Grótta10325269 – 2698
KA11326313 – 3318
ÍR11218307 – 3725
Hörður110110317 – 3861

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -