- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH staðfestir brottför Arons – hefur samið við Veszprém

Aron Pálmarsson fyrirliði FH lyftir Íslandsbikarnum í vor. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Handknattleiksdeild FH og Veszprém hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Arons Pálmarssonar. Aron Pálmarsson hefur því leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili með FH og gengur strax til liðs við ungverska stórliðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH í morgun.

Samningur Aron við Veszprém er til loka keppnistímabilsins sumarið 2026. Hann lék áður með liði félagsins frá 2015 til 2017.

„Aron Pálmarsson gekk til liðs við FH fyrir leiktímabilið 2023/2024. Var það mikil lyftistöng fyrir félagið í heild sinni. Árangurinn innan vallar var frábær. FH náði þeim stórkostlega árangri að verða bæði deildar- og Íslandsmeistari. Utan vallar gaf Aron mikið af sér til yngri iðkenda FH sem og til starfsins í heild sinni.

Sjá einnig: „Á enn óklárað verkefni hjá Veszprém“

Handknattleiksdeild FH þakkar Aroni kærlega fyrir einstaklega gott samstarf, vináttu og fagmennsku innan sem utan vallar, og hlakkar til að fá hann heim síðar,“ segir ennfremur í tilkynningu FH. Undir tilkynninguna ritar Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -