FH-ingar treystu stöðu sína í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með því að leggja Val, 32:28, í 13. og síðustu umferð deildarinnar fyrir jólaleyfi og EM-hlé. Með sigrinum sem var sannfærandi hjá Hafnarfjarðarliðinu hefur það fimm stiga forskot á Val og ljóst að forskotið verður a.m.k. þrjú stig þegar nýtt ár rennur í garð.
Eftir úrslit kvöldsins hefur FH einnig betri stöðu innbyrðis gegn Val ef komi til þess að liðin verði jöfn að stigum þegar upp verður staðið í vor.
Valur er fimm stigum á eftir FH en á leik inni gegn Aftureldingu sem lagði Selfoss í Sethöllinni í kvöld, 33:28. Afturelding og Valur mætast í síðasta leik ársins í Olísdeilinni á mánudaginn. Mosfellingar eru stigi á eftir Val og geta hrifsað til sín annað sæti takist þeim að fylgja sigrinum í kvöld eftir með öðrum á mánudagskvöldið.
Gróttumenn kræktu í mikilvægan sigur í Kórnum þegar þeir lögðu HK, 26:23, einum af hinum svokölluðu fjögurra stiga leikjum liðanna í neðri hluta deildarinnar. Grótta fór upp að hlið KA með 10 stig. KA á leik til góða við Fram á laugardaginn.
Annað lið sem náði í mikilvægan sigur í kvöld var Stjarnan sem lagði Hauka í æsilega spennandi leik í Mýrinni, 23:22. Hergeir Grímsson skoraði sigurmarkið úr vítakasti þegar rúm mínúta var til leiksloka. Haukar lögðu allt í sölurnar í lokin til að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Þetta var aðeins fjórði sigur Stjörnunnar í deildinni og fór liðið upp í 9. sætið með honum, tveimur stigum ofar en HK. Haukar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Úrslit kvöldsins og markaskorarar
FH – Valur 32:28 (16:13).
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6/4, Aron Pálmarsson 6, Jóhannes Berg Andrason 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Jón Bjarni Ólafsson 3, Símon Michael Guðjónsson 2, jakob Martin Ásgeirsson 2, Birgir Már Birgisson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Einar Örn Sindrason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 9/1, 25,7% – Axel Hreinn Hilmisson 0.
Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 8/6, Allan Norðberg 4, Ísak Gústafsson 3, Viktor Sigurðsson 3, Tjörvi Týr Gíslason 3, Andri Finnsson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Alexander Peterson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16, 34%.
Tölfræði HBStatz frá leiknum.
Selfoss – Afturelding 28:33 (17:15).
Mörk Selfoss: Gunnar Kári Bragason 5, Sveinn Andri Sveinsson 4, Hannes Höskuldsson 3, Richard Sæþór Sigurðsson 3/1, Einar Sverrisson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3/1, Alvaro Mallols Fernandez 2, Sæþór Atlason 1, Hans Jörgen Ólafsson 1, Sverrir Pálsson 1.t
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 12, 40% – Vilius Rasimas 1, 6,7%.
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 7/4, Birkir Benediktsson 7, Ihor Kopyshynskyi 6, Þorsteinn Leó Gunnarsson 6, Þorvaldur Tryggvason 3, Blær Hinriksson 1, Stefán Magni Hjartarson 1, Leó Snær Pétursson 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 10/1, 30,3% – Jovan Kukobat 1/1, 25%.
Tölfræði HBStatz frá leiknum.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
HK – Grótta 23:26 (14:13).
Mörk HK: Atli Steinn Arnarson 7, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Kári Tómas Hauksson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 4/2, Jón Karl Einarsson 2, Sigurður Jefferson Guarino 1, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 4, 33,3% – Sigurjón Guðmundsson 3, 14,3%.
Mörk Gróttu: Ágúst Emil Grétarsson 6/2, Ágúst Ingi Óskarsson 4, Jakob Ingi Stefánsson 4, Hannes Grimm 3, Antoine Óskar Pantano 3, Jón Ómar Gíslason 2, Andri Fannar Elísson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 9/1, 33,3% – Shuhei Narayama 8/1, 61,5%.
Tölfræði HBStatz frá leiknum.
Stjarnan – Haukar 23:22 (10:15).
Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 7/1, Hergeir Grímsson 6/2, Pétur Árni Hauksson 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Tandri Már Konráðsson 2, Egill Magnússon 1, Þórður Tandri Ágústsson 1, Haukur Guðmundsson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 12, 37,5 % – Daði Bergmann Gunnarsson 1/1, 100%.
Mörk Hauka: Össur Haraldsson 7, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3/2, Þráinn Orri Jónsson 3, Adam Haukur Baumruk 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Ásgeir Bragi Þórðarson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 8/1, 25,8%.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Tölfræði HBStatz frá leiknum.